Endurlífgun

HJARTASTOPPHjartastopp gera oft ekki boð á undan sér og þau geta komið upp hvar sem er. Hjartastopp lýsir sér þannig að manneskja hnígur skyndilega niður og svarar ekki áreiti. En hvernig eigum við að bregðast við? Hér eru örleiðbeiningar í þremur einföldum skrefum.

Á hverju ári lenda á milli 100 og 200 einstaklingar í því að fá hjartastopp og það er erfitt að vita hver verður næstur en þetta getur komið fyrir heimilismeðlimi, æfingafélaga, vinnufélaga, ferðafélaga og þetta getur gerst hvar sem er, úti á götu, í ræktinni, á fótboltaleik, heima í eldhúsi eða uppi á fjöllum.

Áherslurnar í viðbröðum við slíkum aðstæðum hafa tekið breytingum á síðustu árum. Dregið hefur verið úr vægi öndunaraðstoðar en þeim mun meiri áhersla lögð á hjartahnoð. Sjálfvirk hjartastuðstæki sem hefur verið komið fyrir víða auka möguleika á árangursríkri endurlífgun en þau eru auðveld í notkun, jafnvel fyrir leikmann.

Auglýsing

HJARTASTOPP

P.S. Ekki gleyma að læka við okkur á Facebook 

Auglýsing