Eimskip styrkir Neistan og Umhyggju

HEIÐRÚN Jónsdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips, Guðrún Bergmann Franzdóttir, formaður Neistans, og Ragna Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, hafa undirritað styrktarsamning.

Samningurinn felur í sér að fyrir hvert mark sem Eiður Smári Guðjohnsen skorar í spænsku deildinni mun Neistinn fá 500.000 króna styrk og fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í meistaradeild Evrópu fær Umhyggja 1.000.000 krónur í styrk. Ef upp koma meiðsli eða annað sem getur leitt til þess að ekkert mark verði skorað fá félögin að lágmarki 500.000 krónur og 1.000.000 krónur hvort.

„Fyrir hönd félagsmanna okkar og stjórnar vilja formaður Neistans og framkvæmdastjóri Umhyggju koma á framfæri miklu þakklæti til Eimskips og Eiðs Smára fyrir frábært framtak,“ segir í fréttatilkynningu.

Frétt af Mbl.is