-Auglýsing-

Eftirlátar konur lifa skemur

Mun meiri líkur eru á að konur sem taka ekki virkan þátt í deilum við maka sína, deyi ungar en konur sem rífast fullum hálsi. Þetta eru niðurstöður tíu ára rannsóknar á tengslum langlífis og átakatækni. Rannsóknin náði til 3.700 karla og kvenna og leiða niðurstöður hennar í ljós að fjórum sinnum meiri líkur eru á að konur sem taka ekki virkan þátt í rifrildum látist ungar. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

“Það að þegja þegar deilur koma upp er gömul leið til að lifa af sem konur í ofbeldisfullum hjónaböndum velja gjarnan,” segir Elaine D. Eaker, sem fór fyrir rannsóknarteyminu. Þá segir hún rannsóknina leiða í ljós að þunglyndi sé mun algengara hjá konum sem þegi en konum sem rífist þegar þeim sé misboðið.

-Auglýsing-

Rannsóknin staðfestir það sem komið hefur fram í fyrri rannsóknum að kvæntir karlar lifi heilbrigðara lífi en ógiftir karlar. Hún sýnir hins vegar einnig að karlar sem eiga konur sem koma ánægðar heim úr vinnunni þjást síður af hjartasjúkdómum en karlar sem eiga konur sem koma ósáttar heim.

www.mbl.is 22.08.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-