fbpx
-Auglýsing-

Davíð O. Arnar ráðinn yfirlæknir hjartalækninga

Davíð O. Arnar
Davíð O. Arnar

Davíð O. Arnar hefur verið ráðinn yfirlæknir hjartalækninga frá 11. október 2016 til næstu fimm ára. Davíð hefur verið settur yfirlæknir hjartalækninga undanfarna 18 mánuði en nú hefur verið skipað í stöðuna að undangengnu ráðningarferli. Tveir umsækjendur voru um starfið. 

Davíð er sérfræðingur í lyflækningum, hjartalækningum og heilbrigðisstjórnun. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands og sérfræðinámi í lyflækningum, hjartalækningum og raflífeðlisfræði hjartans við University of Iowa Hospitals and Clinics í Iowa City í Bandaríkjunum. Þá hefur hann lokið doktorsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu frá Háskólanum í Reykjavík.

Davíð hefur yfirgripsmikla stjórnunarreynslu en hann var yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala Hringbraut frá 2001-2010, yfirlæknir Hjartagáttar frá 2010-2013 og settur yfirlæknir hjartaþræðinga frá 2012-2013. Þá var Davíð framkvæmdastjóri lyflækningasviðs frá 2013-2014.
Davíð hefur verið virkur á sviði vísindarannsókna og snúa rannsóknir hans að mestu um hjartsláttartruflunina gáttatif. Hann hefur birt fjölmargar greinar um erfðafræði og faraldsfræði gáttatifs auk þess sem hann hefur rannsakað áhrif þessa kvilla á heilann.
Davíð O. Arnar er formaður Félags íslenskra lyflækna og situr í nefndum á vegum Evrópusamtaka hjartalækna.

Af vef Landspítalans.

- Auglýsing-

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

 

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-