Danir stefna að því að ná einni milljón líffæragjafa eða gera u.þ.b. einn sjötta hluta þjóðarinnar að líffæragjöfum á þessu ári.
Það er heilmikið átak í gangi hjá frændum vorum í Danmörku en þar hafa heilbrigðisyfirvöld tekið höndum saman við frjáls félagasamtök í mikilli herferð til fjölgunar líffæragjöfum.
Danirnir stefna að því að vera með eina milljón líffæragjafa á þessu ári.
Á myndinni hér til hliðar má sjá mynd yfir fjölda líffæragjafa og ljóst að Danir hafa ekki setið auðum höndum á undanförnum árum.
Frændur vorir hafa farið í stórátak í þrígang til að fjölga líffæragjöfum, 2002 var átakið „lífið er gjöf“ sem skilaði gríðarlega góðum árangri, 2008 var átakið „taktu afstöðu“ og nú 2013 eru þeir með mikla herferð á Fésbókinni.
Fyrstu sex mánuði Þessa árs hafa hafa 154 manneskjur fengið nýtt tækifæri í lífinu í Danmörku.
- 9 hafa fengið nýtt hjarta
- 18 hafa fengið eitt eða tvö ný lungu
- 22 hafa fengið nýja lifur
- 105 hafa fengið nýtt nýra.
Þetta er frábær árangur og reynslan af þessum aðgerðum mjög góð.
Þrátt fyrir þetta eru rúmlega 500 manns á biðlista eftir nýju líffæri.
Ef sama hlutfall ætti að nást hér á Íslandi þyrftu að vera um 50.000 líffæragjafar hér á landi. Ég er ekki með töluna á hreinu en er efins um að svo sé. Þannig að við þurfum að setja kraft í þessa umræðu hér á landi því það er mikilvægt að taka afstöðu til líffæragjafa og mikilvægt að okkar nánustu séu meðvitaðir um okkar vilja.
Tengt efni: Kjeld fékk nýtt hjarta á Spáni