fbpx
-Auglýsing-

Brjóstverkir

Brjóstverkur getur verið merki um að þú sért að fá hjartaáfall.

Jólin nálgast, veiruskömmin gengur laus og streitan sem þessu öllu fylgir er mikil. Undir því álagi er ekki ólíklegt að einhverjir fái brjóstverki. Slíka verki ber að taka alvarlega og finna á þeim skýringar.

Samkvæmt rannsóknum þá virðist það vera staðreynd að áður en við fáum hjartaáfall þá fáum við viðvörunarmerki, hugsanlega brjóstverki sem við hundsum eða hristum af okkur. Það má því leiða að því líkum að ef brugðist hefði verið við í tíma hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir frekari vandræði. Eins undarlega eins og það kann að hljóma þá sýna rannsóknir einnig að konur leita seinna til læknis eða á sjúkrhús ef þær fá brjóstverki, eða þremur tímum seinna en karlar.

Brjóstverkir

Brjóstverkir (angina) eru aðvörunarljósin um að ekki sé allt með felldu. Þeir eru alvörumál og þá skal ætíð taka alvarlega. Það má vera að sumir þeirra brjóstverkja sem að fólk finnur fyrir eigi sér ofureinfaldar orsakir; stafi frá stoðkerfi, tengist gollurhúsi sem umlykur hjartað, sé millirifjagigt eða einfaldlega of mikið álag.

Viðkomandi gæti þó líka verið með kransæðasjúkdóm sem þarfnast meðhöndlunar eða verið að fá hjartaáfall. Brjóstverkir framkallast þegar hjartavöðvinn fær ekki nægjanlegt súrefni vegna lítils blóðflæðis um kransæðarnar.

Ef brjóstverkir tengjast kransæðastíflu/hjartaáfalli leiða þeir oft út í vinstri handlegg, jafnvel báða, upp í háls og tennur og jafnvel aftur í bak. Verkirnir koma oftar fram við áreynslu þegar hjartað vinnur hraðar og þarf á meira súrefni að halda.

Brjóstverkir við áreynslu þurfa ekki að þýða að viðkomandi sé að fá hjartaáfall heldur koma verkirnir þegar blóðflæði er ekki nægjanalegt í skamman tíma. Hjartaáfall verður þegar blóðflæði stöðvast algjörlega.

- Advertisement -

Brjóstverkir gefa samt sem áður til kynna að ekki sé allt með felldu og því þarf einstaklingur með verki sem þessa að hafa tafarlaust samband við bráðamóttöku eða hringja á sjúkrabíl í síma EINN EINN TVEIR.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook  

 

Auglýsing
Avatar
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

Hjartsláttur og blóðþrýstingur, hvað er rétt og hvað ekki?

Í netheimum fara gjarnan allskonar uplýsingar á flug sem eiga stundum ekki við rök að styðjast. Hjartasérfræðingurinn Dr. Michael Faulx skoðaði sannleiksgildi nokkurra fullyrðinga...

6 einkenni hjartaáfalls hjá konum

Konur upplifa hjartaáfall ekki alltaf eins og karlar. Konur fá ekki alltaf þessi sömu klassísku einkenni eins og yfirgnæfandi brjóstverk sem leiðir einnig niður...

Hjartaþræðing eftir hjartaáfallið

Nóttin eftir hjartaáfallið var undarleg og svo rann upp nýr dagur þar sem ég átti að fara í hjartaþræðingu. Þá kæmi í ljós hvernig...

Hjartaáfallið

Í dag 9. febrúar voru 18 ár síðan ég fékk alvalegt hjartaáfall. Mistök voru gerð við greiningu mína og meðferð og í kjölfarið fylgdu...

Hjartagangráður

Sumir velta því fyrir sér í hverju gangráður er frábrugðin bjargráð. Meginmunurinn á þessu tvennu er að gangráður er fyrst og fremst notaður ef...

Algengar hjartarannsóknir

Það eru ýmsar rannsóknir sem geta gefið vísbendinu um ástand hjartans og sumar eru einfaldar í framkvæmd eins og blóðprufa svo dæmi sé tekið....
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-