Breytingum lokið

Þá er lokið við útlitsbreytingar á hjarta.net sem staðið hafa síðustu daga. Breytingarnar eru svosem ekki miklar en við erum alltaf að leitast við að gera síðuna aðgengilegri og fjölbreyttari fyrir ört stækkandi hóp notenda.
Ein af stóru breytingunum er kannski sú að nú er komið fréttakerfi á síðuna og er takmarkið að vera með hjartatengdar fréttir auk greina eða pistla um eitt og annað sem brennur á eða þykir áhugavert.

Í upphafi getur verið að við setjum jafnvel eldir fréttir hér inn ef okkur finnast upplýsingarnar enn eiga erindi til okkar. 

Hjarta.net hefur verið starfandi nú í rétt um tvö ár og byrjuðum við fyrsta árið mjög rólega en frá síðastliðnu hausti hefur marvisst verið unnið í því að koma hjarta.net á framfæri og er ánægjulegt að sjá að notendur okkar virðast koma aftur og aftur og nota tengingamöguleika síðunnar til upplýsingaöflunar.
Markmið þessa árs er að eflast enn frekar og bæta og stækka síðuna með hverri vikunni sem líður.

Takk fyrir að fylgjast með okkur og vonandi hafið þið bæði gagn og gaman af heimsókn á hjarta.net

Björn Ófeigsson