Breytingar á hjarta.net

Þessa dagana standa yfir smávægilegar útlits og efnisbreytingar á hjarta.net með það að markmiði að síðan verði bæði líflegri og fróðlegri.
Verið er að bæta við fréttakerfi þar sem að við ætlum að vera með hjartatengdar fréttir auk þess sem að pistlar og vangaveltur rúmast þar líka.

Við vonumst til þess að það verði ekki miklar truflanir á síðunni á meðan á þessu stendur og verður spennandi að sjá viðtökur notenda síðunnar. Við höfum verið að fá gríðarlega góð viðbrögð frá fólki og erum afskaplega þakklát fyrir það. Þess má geta að það stefnir í að janúar verði metmánuður í heimsóknum á hjarta.net.

Bjössi