Um þessar mundir berst mikil aska frá eldgosi í Eyjafjallajökli. Askan er samsett úr ögnum af ýmsum stærðum. Um fjórðungur af ögnunum eru það smáar (< 10 míkron) að þær geta borist niður í lungun. Vindátt og aðrar aðstæður ráða því hvar askan fellur. Efnagreining Jarðvísindastofnunar á öskunni fyrsta sólarhringinn leiddi í ljós að flúorinnihald í þurri ösku var um 25 mg/kg. Öskulag sem er 1 cm að þykkt samsvarar um milligrömmum flúors á fermetra sem þýðir veruleg hætta fyrir búpening. Annað helsta efnið sem mældist í öskunni var kísilsýra (SiO2). Búast má við mengaðra öskufalli ef gosmökkurinn er þurr.
Gosaska getur haft bráð áhrif á fólk en helstu einkenni eru frá:
Öndunarfærum:
- Nefrennsli og erting í nefi
- Særindi í hálsi og hósti
- Fólk sem þjáist af hjarta- og lungnasjúkdómum getur fengið versnandi einkenni af undirliggjandi sjúkdómum sem vara í marga daga og lýsa sér í hósta, uppgangi og öndunarerfiðleikum
Augum:
Helstu einkenni eru:
- Tilfinning um aðskotahlut
- Augnsærindi, kláði, blóðhlaupin augu
- Útferð og tárarennsli
- Skrámur á sjónhimnu
- Bráð augnbólga, ljósfælni
- Gosaska er sértaklega varasöm ef augnlinsur eru notaðar
Húð:
- Erting, sviði, roði og kláði í húð, einkum ef askan er súr.
Ráðleggingar til fólks á svæðum þar sem öskufalls gætir:
- Nota öndunarfæragrímur utanhúss. Æskilegt að nota hlífðarföt.
- Séu öndunarfæragrímur ekki tiltækar má nota vasaklút eða annan klæðnað sem heldur stærri ögnum frá.
- Ráðlagt að nota hlífðargleraugu
- Börn og fullorðnir með hjarta- og öndunarfærasjúkdóma skyldu halda sig innanhúss
- Forðast að not augnlinsur
Sóttvarnalæknir
Landspítali
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra