Að fá sér glas af bjór eftir fótboltaleik eða líkamsrækt gæti verið lykillinn að lengra og heilbrigðara lífi samkvæmt nýrri rannsókn sem greint er frá í Telegraph í dag. Samkvæmt rannsókninni getur hófsöm neysla áfengis í sambland við reglulega hreyfingu komið í veg fyrir lífshættulega kvilla, jafnvel betur algert áfengisbindindi.
Rannsóknin sem var yfirgripsmikil með 11 þúsund þáttakendur sem fylgst var með yfir 20 ára tímabili sýndi að hófdrykkja og hreyfing, drægi úr hjartasjúkdómum um 50% miðað við á sem ekki hreyfðu sig og voru bindindismenn. Drykkja í óhófi og hreyfing sýndi samt fram á það að vera jafn skaðleg og hreyfingaleysi og engin drykkja. Rannsóknin birtist í European Heart Journal og var úrtakið um 11 þúsund danskir karlmenn og konur sem tóku þátt í hjartarannsókn í Kaupmannahöfn.
www.dv.is 09.01.2008