-Auglýsing-

Bið eftir aðgerð

Forgangsröðun sem byggir á læknisfræðilegum sjónarmiðum og öðrum faglegum forsendum fer óhjákvæmilega fram innan heilbrigðiskerfisins. Þeir einstaklingar sem hafa brýnasta þörf fyrir heilbrigðisþjónustu ganga fyrir, t.d. vegna alvarlegra bráðatilfella, lífshættulegra sjúkdóma og slysa. Einstaklingar sem þurfa á meðferð að halda vegna annarra sjúkdóma og slysa geta því þurft að bíða. Einhver bið innan heilbrigðiskerfisins er eðlileg af fleiri ástæðum. Skipuleggja þarf starfsemi heilbrigðisstofnana  fram í tímann, svo sem nýtingu skurðstofa, mönnun og aðföng. Þá þurfa sjúklingar oftast að gera ýmsar ráðstafanir áður en þeir geta nýtt sér heilbrigðisþjónustuna, meðal annars varðandi fjölskyldu og vinnu. Bið eftir heilbrigðisþjónustu er talin viðunandi ef hún er innan við þrír mánuðir og er þá talað um vinnulista fremur en biðlista.

Samkvæmt lögum nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga ber læknum að gefa sjúklingum sínum skýringar á því hvers vegna bið er eftir aðgerð eða annarri meðferð. Þá er þeim ennfremur skylt að veita upplýsingar um áætlaðan biðtíma og þá möguleika sem eru á að fá aðgerðina/meðferðina fyrr annars staðar. Ef brýn nauðsyn er á að leita til útlanda eftir læknismeðferð vegna þess að ekki er hægt að veita nauðsynlega hjálp á Íslandi, greiða almannatryggingar kostnaðinn. Sækja þarf um leyfi til Tryggingastofnunar sem úrskurðar hvort framangreind skilyrði séu fyrir hendi og hvar læknismeðferðar skal leita erlendis.

-Auglýsing-

Biðlistaupplýsingar
Landlæknisembættið kallar inn biðlistaupplýsingar þrisvar sinnum á ári og vinnur úr þeim. Innköllun og birting biðlistaupplýsinganna er á stöðluðu formi og byggir á upplýsingum um fjölda einstaklinga sem bíður eftir að komast í valdar aðgerðir og hversu stór hluti þeirra sem er á biðlistanum hefur beðið lengur en í þrjá mánuði.

Biðlistaupplýsingar eru gagnlegar fyrir stjórnendur heilbrigðisstofnana og almenning. Þá nýtast þær yfirstjórn heilbrigðismála sem mælikvarði á gæði og skilvirkni í heilbrigðisþjónustunni. Umræður um biðlista geta þó verið misvísandi og það er ýmislegt sem hafa ber í huga við túlkun upplýsinganna:

- Auglýsing-
  • Biðlistar geta verið mismunandi eftir árstímum, t.d. vegna sumarleyfa starfsmanna. Ef ætlunin er að skoða breytingar á biðlistum gefur því gleggsta mynd að bera saman samsvarandi tímabil milli ára.
  • Hafa ber í huga að sjúklingar geta þurft að bíða mislengi eftir því á hvaða heilbrigðisstofnun þeir eru skráðir og/eða hvaða sérfræðingi er beðið eftir.

  • Mikilvægt er að skoða biðlistaupplýsingar samhliða upplýsingum um afköst . Ef margar aðgerðir eru framkvæmdar gefur það augaleið að biðlistinn styttist hraðar en ella. Mikill fjöldi einstaklinga á biðlista hefur því ekki sjálfkrafa í för með sér langa bið eftir þjónustu.

  Sjá einnig:
Meðferð vegna sjúkdóms erlendis (á vef Tryggingastofnunar)
Talnabrunnur: Apríl 2008
Talnabrunnur. Október 2007
Dreifibréf nr. 10/2008. Bið eftir meðferð og upplýsingaskylda heilbrigðisstarfsmanna

www.landlaeknie.is 14.10.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-