Ný sænsk rannsókn bendir til þess að það hafi góð áhrif á heilsuna að starfa á vinnustað þar sem flestir vinnufélagarnir eru flestir af hinu kyninu.
Frá þessu er greint á danska fréttavefnum www.180Grader.dk. “Það sést greinilega, að konur, sem vinna í fyrirtækjum þar sem karlmenn eru í miklum meirihluta eru minna veikar en konur sem vinna í fyrirtækjum þar kynjahlutfallið er jafnt,” er haft eftir Magnus Svartengren í fréttatilkynningu frá Karolinska Instituttet, sem vísað er til í fréttinni.
Það virðist líka heilnæmara fyrir karla að vinna í starfgreinum þar sem konur eru í miklum meirihluta, því meðal þeirra er minna um veikindi en hjá öðrum sænskum körlum. Þeir sem standa að þessari rannsókn telja að þessar niðurstöður megi nýta til að draga úr veikindaforföllum á vinnustöðum í framtíðinni. Könnunin var nýlega kynnt á evrópsku þingi um vinnusálfræði.
www.eyjan.is 23.06.2007