Vinnuhópur ráðherranna skilaði skýrslu sinni í apríl en hann kannaði stöðu lifandi líffæragjafa, einkum með tilliti til greiðslna vegna tímabundins vinnumissis eftir líffæragjöf.
Lagt er til að sett verði sérstök löggjöf um það hvernig greiðslum til líffæragjafa skuli háttað. Hafa megi til hliðsjónar þær reglur sem fram koma í lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna þannig að tekjutengdar greiðslur til líffæragjafa nemi 80% af meðaltali heildarlauna og að hámarki í 3 mánuði. Þá má hámarksfjárhæð tekjutengdra greiðslna í hverjum mánuði ekki nemi hærri fjárhæð en 518.600 kr.
Í hnotskurn
» Heilbrigðir einstaklingar geta gefið nýra og hluta lifrarinnar og hefur nýrnagjöfum fjölgað mikið á síðustu árum.
» Talið er að sjúklingum sem þarfnast nýrnaígræðslu muni fjölga og ekki verði nægilegt framboð á nýrum til ígræðslu.
Morgunblaðið 07.06.2008