-Auglýsing-

Alþjóðlegi hjartadagurinn 2009

Hjartadagurinn verður haldinn sunnudaginn 27. september á Hálsatorgi í Kópavogi í samvinnu við Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, Kópavogsbæ og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands.

-Auglýsing-

Klukkan 11:00 verður ræst Hjartadagshlaupið þar sem hlaupnir verða 5 og 10 km með tímatöku. Þetta er í þriðja sinn sem hlaupið er haldið og má búast við mikilli þátttöku. Hjartaganga verður í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sem verður með stafgöngu og leiðsögn í notkun stafa sem allir geta tekið þátt í án þess að skrá sig áður. Stafgangan hefst klukkan 11:15 á sama stað.

- Auglýsing-

Þátttaka í viðburðum dagsins er ókeypis.

Hjartavernd hefur einnig gengið til samstarfs við Vinnueftirlitið og mun Bolli Þórsson læknir Hjartaverndar halda opið erindi um tengsl vinnu og hjartasjúkdóma í Odda (stofa 201) frá klukkan 12-13 föstudaginn 25. september á vegum Rannsóknarstofu í vinnuvernd við Háskóla Íslands.

Hjartadagurinn er haldinn á heimsvísu síðasta sunnudag í september ár hvert. Markmið hans er að auka vitund og þekkingu almennings á ógnum hjarta- og æðasjúkdóma og leggja áherslu á heilbrigða lífshætti. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök alls mannkyns og er Ísland þar engin undantekning þar sem um 700 manns deyja árlega vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi. Á hverju ári falla í valinn í heiminum rúmlega 17.5 milljónir manna og kvenna af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Um það bil 80% af ótímabærum dauðsföllum vegna þeirra mætti koma í veg fyrir ef fólk tileinkaði sér heilbrigðan lífsstíl sem einkenndist af neyslu á hollum mat, hreyfingu við hæfi en ekki síst tóbaksleysi.

Alþjóðahjartasambandið vill benda á hversu mikilvægt sé að beina sjónum að velferð og heilbrigði vinnandi fólks. Flestir Íslendingar verja ríflega helmingi vökustunda í vinnunni og því er tilvalið að ná til fólks á vinnustað. Rannsóknir benda til þess að vinnustaðir sem hvetja til heilbrigðra lífshátta geta dregið verulega úr áhættuþáttum ýmissa sjúkdóma, þar á meðal hjarta- og æðasjúkdóma. Því er inntak hjartadagsins að hvetja alla að „Vinna með hjartanu” því margt smátt gerir eitt stórt. Með aukinni velferð og heilsuvernd á vinnustað má verulega draga úr kostnaði við sjúkdóma; auka afköst, draga úr sjúkrakostnaði, minnka fjarvistir vegna veikinda, bæta anda og stuðla að jákvæðri ímynd fyrirtækisins. Um helmingur þeirra sem deyja af völdum langvinnra sjúkdóma, þar með talið hjarta- og æðasjúkdóma eru á aldrinum 15 og 69 ára.

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-