-Auglýsing-

Aldrei meiri sumarlokanir

Meiri lokanir verða á Landspítalanum í sumar en í fyrrasumar vegna niðurskurðar. Lokanirnar eiga að spara spítalanum um 130 milljónir króna. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að starfsemi spítalans í sumar verði minni en nokkru sinni fyrr. Rúmin sem notuð verða meðan sumarlokanir standa yfir verði fimmtungi færri en á öðrum tímum ársins. Að meðaltali verði um 130 rúm af 690 rúmum ónotuð. Rúmum hafi fækkað á síðustu 18 mánuðum og þetta muni hafa áhrif. Það verði erfitt að veita þjónustu í sumar en það muni þó takast.

Björn segir að reynt verði að sjá til þess að lokanir komi sem minnst niður á sjúklingum en þær muni auðvitað hafa áhrif á þjónustu. Fólk gæti þurft að bíða lengur eftir þjónustu.

-Auglýsing-

Hann ítrekar að sumarlokanirnar muni ekki koma niður á öryggi sjúklinga. Öllum sjúklingum sem verði að sinna verði sinnt. Spítalinn fái helmingi minna fé til að ráða sumarafleysingafólk en í fyrra.

Þorbjörn Jónsson, formaður læknaráðs Landspítalans, telur hættu á að með þessu dragi úr öryggi sjúklinga.  Ef færri hendur vinni sömu störfin sé hætta á að öryggið verði minna og hættan á mistökum aukist. Vandamálið verði svo stærra á næsta ári með meiri niðurskurði. Þá auki skert framlög til þjónustu sérfræðilækna vandann enn frekar. Þá megi ímynda sér að ásókn í þjónustu spítalans muni aukast enn frekar.

- Auglýsing-

frettir@ruv.is

www.ruv.is 23.03.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-