-Auglýsing-

Áhyggjur af ákvörðun um Neyðarbíl

Morgunblaðinu barst eftirfarandi yfirlýsing frá læknum í námi í bráðalækningum varðandi málefni Neyðarbílsins og skipulag neyðarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu:

„Við undirrituð, fyrrum Neyðarbílslæknar, lýsum yfir áhyggjum okkar af afnámi sérstakrar vaktalínu læknis á Neyðarbílnum og þeim breytingum á skipulagi neyðarþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu sem þetta hefur í för með sér. Við lýsum einnig yfir óánægju með vinnubrögð stjórna Landspítalans og slysa- og bráðasviðs þar sem ekki var haft samráð við lækna Neyðarbílsins, Félag slysa- og bráðalækna, né íslensku sérfræðingana í bráðalækningum við undirbúning þessarar ákvörðunar.

Hér er um að ræða róttæka breytingu á skipulagi neyðarþjónustu höfuðborgarsvæðisins sem leiðir til að það verði eini hluti landsins sem ekki hefur lækni á útkallsvakt. Við teljum það sjálfsagða kröfu allra sem að koma að slík ákvörðun sé betur undirbúin en raun ber vitni. Við hvetjum því stjórn Landspítala – Háskólasjúkrahúss og sérstaklega stjórn slysa- og bráðasviðs til að endurskoða þessa ákvörðun sína. Þá leggjum við til að gerð verði fagleg úttekt á starfsemi og skipulagi þessarar mikilvægu þjónustu með aðkomu þeirra lækna og sjúkraflutningamanna sem starfa við neyðarþjónustuna í Reykjavík, ásamt Félagi slysa- og bráðalækna, og þeirra sérfræðinga í bráðalækningum sem þekkja til starfsemi neyðarbílsins.“

-Auglýsing-

Undir tilkynninguna rita:

Guðrún María Svavarsdóttir, fyrrum Neyðarbílslæknir, í sérnámi í bráðalækningum, Svíþjóð,

- Auglýsing-

Hjalti Már Björnsson, fyrrum umsjónarlæknir Neyðarbíls, í sérnámi í bráðalækningum, Bandaríkjunum,

Hilmar Kjartansson, fyrrum Neyðarbílslæknir, sérfræðingur í almennum lyflækningum, í sérnámi í bráðalækningum, Nýja Sjálandi,

Mikael S. Mikaelsson, fyrrum Neyðarbílslæknir, í sérnámi í bráðalækningum, Nýja Sjálandi,

Jón Magnús Kristjánsson, fyrrum umsjónarlæknir Neyðarbíls, sérfræðingur í bráðalækningum og almennum lyflækningum, Svíþjóð,

Viðar Magnússon, fyrrum umsjónarlæknir Neyðarbílsins, í sérnámi í svæfinga- og gjörgæslulækningum, Noregi og Bjarni Þór Eyvindsson, fyrrv. umsjónardeildarlæknir Neyðarbílsins.

Morgunblaðið 23.12.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-