-Auglýsing-

Ábendingar um notkun fjölsneiða tölvusneiðmynda af kransæðum

Landlæknisembættið hefur gefið út ábendingar um notkun fjölsneiða tölvusneiðmynda af kransæðum. Ábendingarnar eru unnar af Ragnari Danielsen hjartalækni og Sigurði Helgasyni lækni og ritstjóra klínískra leiðbeininga hjá Landlæknisembættinu, en ráðgjafar þeirra voru læknarnir Birna Jónsdóttir, Eyþór Björgvinsson, Gestur Þorgeirsson, Gunnar Þór Gunnarsson, og Torfi F. Jónasson auk Guðlaugs Einarssonar geislafræðings hjá Geislavörnum ríkisins.  

Um er að ræða tímamótaverk þar sem lagt er mat á æskilega notkun á nýrri heilbrigðistækni hér á landi. Íslendingar eru þekktir fyrir að taka fljótt við nýjungum, sem er að mörgu leyti kostur. Hins vegar verður að taka öllum nýjungum með ákveðinni gagnrýni og huga að kostnaði miðað við þann ábata sem vænta má af tækninni.

-Auglýsing-

Í greinargerðinni er farið ofan í kjölinn á klínískum leiðbeiningum, heilbrigðistækniúttektum og nýjustu rannsóknum á þessu sviði og settar fram ábendingar um hvenær réttlætanlegt er að nota þessa tækni við rannsókn ákveðinna hópa og jafnframt hvenær ekki er mælt með notkuninni.

 

- Auglýsing-

Einnig er  fjallað um aukaverkanir, en rannsóknin er ekki með öllu hættulaus, einkum með tilliti til þeirrar geislunar sem hún veldur. Hjá rétt völdum sjúklingum getur aðferðin hins vegar greint sjúkdóm, sem annars hefði ekki greinst eða sparað sjúklingi að fara í kransæðaþræðingu, sem er meira inngrip.

 

   Lesa meira 


Matthías Halldórsson

aðstoðarlandlæknir

www.landlaeknir.is 13.11.2007 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-