fbpx
-Auglýsing-

Kryddjurtafylltur lambahryggur á teini

Það er fátt skemmtilegra en að læra nýjar aðferðir við matreiðslu og fá nýjar hugmyndir í matargerð. Það stefnir í þurrviðri hér sunnanlands um helgina með hæfilega passlegu grillveðri og víst að ekki verður vöntun á eðaltilboðum í mörgum verslunum svo ekki er úr vegi að prófa eitthvað skemmtilegt.

Lambakjötið er okkur hjartfólgið hér á hjartalif.is enda um hreina náttúruafurð að ræða en í þessum þætti frá Kjarnafæði útbýr Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari kryddjurtafylltan lambahrygg á teini. Uppskriftin er svo hér fyrir neðan myndskeiðið.

Kryddjurtafylltur lambahryggur á teini

Fyrir 4-6

- Auglýsing-

1 úrbeinaður lambahryggur með lundum

Salt og nýmalaður pipar

 

Fylling

- Auglýsing -

1 lúka dvergbasil eða venjulegt, gróft saxað

1 lúka sítrónutimjan eða venjulegt, gróft saxað

2 msk rósmarínnálar, gróft saxaðar

2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

Fínt rifinn börkur af ¾ sítrónu

 

Kryddið hrygginn að innan og utan ásamt lundunum með salti og pipar. Leggið helminginn af kryddjurtunum og sítrónuberkinum innan í hrygginn og leggið lundirnar eftir endilöngu. Þá er restin af kryddjurtunum og sítrónuberkinum sett ofan á lundirnar. Mótið rúllu úr hryggnum og vefjið hreinum blómavír þétt utan um hrygginn. Þræðið hrygginn upp á grilltein og grillið á milliheitu grilli í 1 klst. með snúningi. Ef þið eigið ekki grill með snúningsteini þá má setja hrygginn á álgrillbakka á mitt grillið og kveikja á grillinu sitthvorumegin við hrygginn og grilla í 1 klst. Snúið hryggnum reglulega.

Takið vírinn af hryggnum og berið fram með t.d. kaldri hvítlaukssósu, grilluðu grænmeti, kartöflum og salati.

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-