Hjartagátt við Hringbraut opin að nýju

Hjartagátt við Hringbraut opin aftur.

Það er gleðilegt að segja frá því að búið er að opna Hjartagáttina við Hringbraut aftur eftir sumarlokun. Yfirmenn á Landspítalanum segja að þetta hafi gengið vel í Fossvogi meðan á lokuninni stóð.
Ef það skildi hafa farið framhjá einhverjum þá sinnir Hjartagátt við Hringbraut bráðaþjónustu, dagdeildar- og göngudeildarþjónustu við hjartasjúklinga. Á Hjartagátt er tekið á móti öllum ef grunur er um bráð hjartavandamál. Til þeirra teljast meðal annars brjóstverkir, mæði af líklegum hjartatoga, hjartsláttartruflanir, yfirlið af líklegum hjartatoga og hjartastopp. Þar er opið allan sólahringinn alla daga vikunnar. 

Til starfsemi Hjartagáttar teljast meðal annars bráðaþjónusta við sjúklinga með einkenni frá hjarta, dagdeildarstarfsemi. innskriftarmiðstöð og göngudeildir hjartalækninga. Öll starfsemin fer fram í kjallara sjúkrahússins á einingum 10-D og 10-W.

Bráðaþjónusta

Bráðaþjónustan er opin fyrir þá sem hafa einkenni sem geta gefið vísbendingu um hjartasjúkdóm eins og brjóstverk, mæði, hjartsláttaróþægindi eða yfirlið. Ef ástand sjúklings er þannig að það krefst læknisskoðunar hið fyrsta þá er best að koma strax á Hjartagátt eða hringja í 112 og greina frá erindinu.

Dagdeild

Á dagdeildinni dvelja þeir sem eru innkallaðir af biðlistum í rannsóknir og inngrip eins og hjartaþræðingu, kransæðavíkkun, brennsluaðgerðir á aukaleiðsluböndum, gangráðsísetningar og rafvendingar. Starfsemi bráðaþjónustu og dagdeildar er samtvinnuð utan dagvinnutíma.

Göngudeildarþjónusta

Göngudeildarþjónustan er fjölbreytt og tekur einnig til þverfaglegrar starfsemi. Á göngudeildum hjartalækninga er lögð áhersla á að sinna sjúklingum með flókin hjartavandamál og fyrstu endurkomu þeirra sem nýlega hafa dvalið á sjúkrahúsinu.

Hjartagáttin er opin allan sólahringinn alla daga

Auglýsing

Sími 543 1000: Skiptiborð spítalans gefur samband við Hjartagátt í völdum tilfellum. Ekki er veitt almenn símaráðgjöf á Hjartagátt nema til þeirra sem hafa verið þar eða á hjartadeild nýlega (innan 4 vikna).

Munið eftir að læka við okkur á Facebook