Um hátíðirnar eru endalaus matar og kaffiboð sem eru troðin af kræsingum svo borðin svigna.
Við þekkjum það líka að borða yfir okkur á þessum árstíma. Liggja svo hálf afvelta upp í sófa og jafnvel emjandi af kvölum yfir þessu ofáti.
Og við reynum við að telja okkur trú um að allt þetta ofát sé í lagi því að þetta er bara einu sinni á ári og það eru nú einu sinni jól.
En ofát leiðir til þyngdaraukningar, þreytu og samviskubits.
En hvernig eigum við að nálgast hátíðar-hlaðborðið? Hérna eru nokkrar góðar leiðir sem ættu að koma þér slysalaust í gegnum þessa hátíð matar.
Planaðu fram í tímann.
Punktaðu hjá þér klukkan hvað matarboðin eru og planaðu dagana í kringum þau. Sem dæmi, ef þú ert að fara í flott matarboð kl 20, borðaðu þá léttari morgun og hádegismat en þú ert vön/vanur að gera en fáðu þér smá hollustu heima, rétt áður en þú ferð. Ef þú gerir það ekki þá ertu að fara svöng/svangur í matarboðið og hættan er að það verið borðað allt of mikið.
Spurðu einnig gestgjafann hvort þú getir komið með eitthvað matarkyns. Ef svarið er “já”, komdu þá með eitthvað hollt eins og t.d kjúkling, blandað grænmeti eða skál af blönduðum ávöxtum.
Við hlaðborðið.
Taktu minni disk, t.d salat disk frekar en stóran disk sem ætlaður er fyrir kvöldmatinn. Þú platar þig þannig og stjórnar betur skammtinum sem þú borðar. Reyndu að forðast mat sem er djúpsteiktur, baðaður í smjörlíki, róma eða osti. En vertu viss um að velja vel og rétt. Ekki gasta á glæ kaloríum í mat sem er ekkert sérstakur á bragðið. Sem dæmi, brauð með smjöri eru c.a 200 kaloríur. Slepptu alveg brauðinu.
Rannsónir sýna að þú borðar minna og færri kaloríur ef þú borðar hægt. Taktu smærri bita en vanalega og tyggðu hægt og fáðu þér vatnssopa inn á milli. Þegar þú ert búin af disknum, ekki hanga þá við borðið heldur stattu upp og fáðu þér sæti annarsstaðar.
Ástæðan fyrir því að það er hollara að borða hægar er sú að það tekur um 20 mínútur fyrir heilann að fá skilaboðin um að þú sért orðin södd.
Áfengið.
Áfengi hækkar afar snögglega þann kaloríu fjölda sem þú ert að neyta. Ekki fá þér vínglas fyrr en byrjað er að borða. Mundu að Takmarka áfengisneysluna og vera búin að ákveða það fyrirfram.
Ef ekkert af þessu gengur upp.
Þegar freistingar ná yfirhöndinni, ekki bölva sjálfri þér og ekki taka það inn á þig eins og þér hafi mistekist. Bíddu bara ekki lengi með það að koma þér í hollustuna aftur.
Það á enginn að hafa samviskubit yfir að borða mat. Matur er til að njóta hans. En auðvitað er allt gott í hófi.
Greinin er af heilsutorg.com