-Auglýsing-

Hjartaáfall hjá konum – 6 algeng einkenni sem þú mátt ekki hunsa

Þó svo að kynin sé ólík um margt þegar kemur að hjartaáföllum eru líka líkindi eins og brjóstverkir. Það er þó algengara að konur fái svokölluð hljóð einkenni frekar en karlar.

Þegar talað er um hjartaáfall sjá margir fyrir sér öflugan og vondan brjóstverk sem leiðir niður í vinstri handlegg. Það er vissulega algengt, en ekki alltaf raunin og þá sérstaklega hjá konum.

Konur geta upplifað hjartaáfall á annan hátt og einkenni þeirra eru oft óljósari og minna „klassísk“. Þess vegna er mikilvægt að vita hvernig hjartaáfall birtist hjá konum, svo hægt sé að bregðast strax við.

-Auglýsing-

Brjóstverkur eða óþægindi

Brjóstverkur er algengasta einkenni hjartaáfalls, líka hjá konum. En upplifunin getur verið öðruvísi en hjá körlum. Konur lýsa þessu stundum sem þrýstingi, fyllingu eða eins og skrúfstykki sé að þrengja að bringunni. Verkurinn getur verið yfir alla bringuna, ekki bara vinstra megin.

- Auglýsing-

Verkur í handleggjum, baki, hnakka eða kjálka

Óvæntur verkur í handleggjum, bakinu, hálsinum eða kjálkanum er algengari hjá konum en körlum. Hann getur komið skyndilega eða smám saman, versnað og skánað til skiptis. Sumum konum finnst þessi verkur svo öflugur að hann vekur þær upp á nóttunni.

Magaverkur eða þrýstingur í kvið

Magaverkur getur verið merki um hjartaáfall og er stundum ruglað saman við brjóstsviða eða meltingartruflanir. Margar konur lýsa því eins og „fíll sitji á maganum“. Þetta er einkenni sem má aldrei hunsa.

Mæði, flökurleiki og svimi

Ef þú átt í erfiðleikum með andardrátt án augljósrar ástæðu – sérstaklega ef önnur einkenni eru til staðar – getur það bent til hjartaáfalls. Sumum finnst eins og þær hafi hlaupið maraþon, þó þær hafi ekki hreyft sig.

- Auglýsing -

Kaldur sviti

Að svitna snögglega og án augljósrar skýringar eru rauð viðvörunarljós. Þetta er ekki sami sviti og kemur eftir æfingu eða vegna hita heldur kuldalegur, streitutengdur sviti sem á alltaf að taka alvarlega.

Þreyta

Óeðlileg þreyta er eitt af einkennum sem margar konur finna fyrir. Þær lýsa því að einföldustu verk eins og að ganga á baðherbergi verði erfið. Þessi tilfinning getur verið fyrirboði hjartaáfalls.

Ekki seinka því að fá aðstoð

Rannsóknir sýna að konur bíða oft lengur en karlar með að fara á bráðamóttöku. Það getur haft alvarlegar afleiðingar. Ef þú finnur fyrir brjóstverk og einu eða fleiri af þessum einkennum – hringdu í 112 strax. Betra er að fara of snemma en of seint.

Ekki keyra sjálf

Ef grunur er um hjartaáfall skaltu alltaf fá sjúkrabíl. Ekki reyna að keyra sjálf og ekki láta ættingja eða vini aka með þér. Neyðarþjónustan hefur búnað og þekkingu sem getur bjargað lífi áður en þú kemur á spítalann.

Að lokum

Konur upplifa oft að hjartaáfallið þeirra sé ekki „nógu alvarlegt“ til að hringja í 112. Það er hættuleg hugsun. Ef eitthvað er öðruvísi en venjulega og þú finnur fyrir verk, þrýstingi, mæði eða köldum svita þá er mikilvægt að bregðast við strax. Hjartað gefur sjaldan margar viðvaranir.

Þessi grein var uppfærð í september 2025 með nýjum upplýsingum og heimildum.

Björn Ófeigs.

Heimildir

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-