-Auglýsing-

3 einfaldar leiðir til að losna við sykurlöngun

SætindiSumir eiga í erfiðu sambandi við sykur og sætindi og óhætt er að segja að sykurlöngunin sé lævís. Kristján Már Gunnarsson bloggari á authoritynutrition.com hefur tekið saman nokkur ráð sem geta komið að gagni ef þú fyllist löngun í sykur og sætindi.

Við höfum tilhneigingu til að fá sterka löngun í ruslmat.

-Auglýsing-

Persónulega tel ég að það sé ein helsta ástæða þess hvað það er erfitt að halda sig við hollt mataræði.

Löngunin er knúin áfram af þörf heilans fyrir “verðlaun” – ekki þörf líkamans fyrir mat.

- Auglýsing-

Hér er einföld, þriggja skrefa áætlun til að drepa sykurþörfina.

Þú getur valið eina af þeim. Ef ein virkar ekki, getur þú farið í næstu … eða allar þrjár.

1. Ef þú ert svangur, borðaðu þá

Það er mikilvægt að skilja að löngun í sætindi og hungur er ekki alltaf sami hluturinn.

“Löngunin” er ekki líkaminn að kalla á orku, heldur er það heilinn sem kallar á eitthvað sem losar mikið af dópamíni í verðlaunastöðvum heilans.

Hins vegar, ef þú fyllist löngun og ert svangur í þokkabót, þá verður þörfin fyrir ruslmatinn svo miklu, miklu verri.

Sætindalöngun ásamt hungri er gríðarlega öflug tilfinning sem viljastyrkurinn einn saman á erfitt með að stjórna.

Ef þú fyllist löngun og þú ert yfir höfuð svangur, þá skaltu strax byrja að undirbúa máltíð og fá þér hollt að borða.

Að borða náttúrulegan mat er kannski ekkert sérlega freistandi þegar þig langar óstjórnlega mikið í stóran ís eða franskar, en fáðu þér hann samt.

2. Farðu í heita sturtu

Það sem mér persónulega finnst árangursríkasta leiðin til að losna við viðstöðulausa sætindalöngun er að fara í heita sturtu.

Vatnið verður að vera heitt … ekki svo heitt að þú brennir þig en nógu heitt til að vera á mörkum þess að vera óþægilegt.

- Auglýsing -

Láttu vatnið streyma yfir bak og herðar og hita þig upp. Vertu að minnsta kosti 5-10 mínútur í sturtunni.

Þegar þú stígur út, er líklegt að þú sért dálítið “dasaður”, svipað og að hafa setið í gufubaði í langan tíma.

Á þessum tímapunkti er sætindalöngunin líklegast farin.

3. Farðu í göngutúr, fjarlægðu sjálfan þig

Annað sem hægt er að gera er að fara út og ganga rösklega.

Ef þú ert hlaupari, þá er jafnvel enn betra að hlaupa.

Þetta þjónar tvíþættum tilgangi. Fyrst af öllu ertu að fjarlægja þig frá matnum sem þig langar svo í.

Í öðru lagi mun æfingin losa endorfín, “vellíðunar” efni í heilanum, sem hjálpar til við að ýta þörfinni fyrir ruslmatinn í burtu.

Ef þú getur ekki farið út, gerðu þá nokkur þreytandi sett af armbeygjum, hnébeygjum, eða öðrum þyngdaræfingum.

Annað sem virkar

Ég er nokkuð viss um að þessi 3 skref virka í flestum tilvikum til að drepa sykurþörfina.

En auðvitað er best ef hægt er að koma í veg fyrir að þessi löngun láti yfir höfuð á sér kræla.

Til að gera það, þarftu að henda öllum ruslmat úr húsinu. Ef þú geymir hann innan seilingar, ertu bara að bjóða upp á vandræði.

Að auki, ef þú borðar hollt og æfir nokkrum sinnum í viku þá eru allar líkur á að löngunin geri mun minna vart við sig.

Hér eru nokkrar aðrar aðferðir sem geta virkað fyrir suma.

  • Fáðu þér vatnsglas.
  • Borðaðu ávöxt. Að fá sér ávöxt getur fullnægt sykurþörfinni fyrir suma. Bananar, epli, appelsínur virka vel.
  • Forðastu gervisykur. Ef þú heldur að gervisykur kveiki löngun hjá þér, þá gætir þú viljað forðast hann.
  • Borðaðu meira prótín. Prótín er mjög mettandi, gæti hjálpað til að halda hungri og sætindalöngun í skefjum.
  • Talaðu við vin. Hringdu / farðu og hittu einhvern sem skilur hvað þú ert að ganga í gegnum. Útskýrðu að þú sért að “farast” úr sætindalöngun og biddu um örlitla hvatningu.
  • Sofðu vel. Góður, endurnærandi svefn er mikilvægur fyrir almenna heilsu og getur hindrað sætindalöngun.
  • Forðastu umfram streitu.
  • Reyndu að forðast tiltekna starfsemi eða staði sem kveikja á löngun hjá þér, eins og að ganga framhjá bakaríinu.
  • Lestu listann þinn. Það getur verið mjög gagnlegt að hafa á sér lista yfir ástæðurnar fyrir því að þú vilt borða hollt, því það getur verið erfitt að muna slíkt þegar þú fyllist af sætindalöngun.
  • Ekki svelta þig. Reyndu að koma í veg fyrir að verða of svangur milli mála.

Að lokum

Ef þú getur borðað ruslmat af og til án þess að tapa þér og án þess að eyðileggja þann árangur sem þú hefur náð, þá er um að gera að fá sér stundum.

Þetta þýðir að þú ert einn af þeim heppnu sem getur notið þessara hluta í hófi.

En ef þú ert eins og ég og getur ekki stjórnað þér í kringum svona mat, þá ættir þú að forðast hann eins og heitan eldinn.

Að gefa eftir þörfinni æsir bara upp fíknina.

Ef þér tekst að standast löngunina, þá dofnar hún með tímanum og hverfur á endanum.

Ég persónulega hef ekki snert sykur eða glúten í marga mánuði og ég fæ aldrei löngun í þennan mat lengur.

Þessi grein birtist upphaflega á AuthorityNutrition.com.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-