-Auglýsing-

Offita barna getur hugsanlega þýtt hjartavandamál í framtíðinni

Offita barnaNý rannsókn sýnir að offita hjá börnum getur valdið breytingum á lögun og virkni hjartans sem getur mögulega valdið hjartavandamálum í framtíðinni.

Rannsókn sem notaðist við tvívíddar tækni sem kallast „echocardiography“ skoðaði hjörtu 100 barna og unglinga sem leiddi í ljós líkamleg- og virkni tengd merki um framtíðar hjartavandamál sem voru nú þegar byrjuð að þróast hjá börnum með offitu.

Rannsóknin var birt í The Journal of the American College of Caridiology og rannsakendur voru frá University of Leipzig Heart Center í Leipzig í Þýskalandi.

Rannsakendur notuðu aðferðina „echocardiogram“ á 61 barn sem þjáist af offitu og 40 börn sem ekki þjást af offitu, öll á aldrinum 9 til 16 ára. Þessi tvívíddar tækni notar ómskoðun til að fá myndir af skurðþversniði af hjartanu sem og mat á blóðflæði í gegnum hjartalokurnar og hjartahólfin. Rannsakendur framkvæmdu einnig ítarlega greiningu á efnasamsetningu blóðsins.

Í ljós komu sérkennilegar breytingar í lögun og virkni hjartans hjá börnunum sem voru að kljást við offitu miðað við hjá börnum sem ekki voru að kljást við offitu.

Einnig voru börnin sem voru að kljást við offitu með marktækt hærri blóðþrýsting og meira magn LDL kólesteróls („slæma“ kólesterólsins) og marktækt minna magn af HDL kólesteróli („góðs“ kólesteróls). Sem hópur þá voru börnin sem voru að kljást við offitu með minnkaða „diastolic“ virkni og stækkuð hjartahólf sem er merki um aukið álag á hjartað, sem og aðra óæskilega hjartakvilla.

Megin rannsakandi rannsóknarinnar, Norman Mangner sem er M.D. við Hjartamiðstöðina í Leipzig segir börn vera mjög góð viðfangsefni til að skoða áhrif offitu á hjartað þar sem þau eru í flestum tilvikum laus við klíníska hjartasjúkdóma sem fullorðnir geta verið að kljást við.

Hann segir jafnframt að frekari rannsókna sé þörf til að skoða hvort hægt sé að snúa við þessum breytingum á hjartanu með því að létta sig, og einnig til að skoða forspárgildi þessara breytinga á hjartanu, hvað það segir til um hjartasjúkdóma í framtíðinni.

Þýtt og endursagt af vefsíðu Medical News Today.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

Auglýsing
Avatar
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

6 einkenni hjartaáfalls hjá konum

Konur upplifa hjartaáfall ekki alltaf eins og karlar. Konur fá ekki alltaf þessi sömu klassísku einkenni eins og yfirgnæfandi brjóstverk sem leiðir einnig niður...

Hjartaþræðing eftir hjartaáfallið

Nóttin eftir hjartaáfallið var undarleg og svo rann upp nýr dagur þar sem ég átti að fara í hjartaþræðingu. Þá kæmi í ljós hvernig...

Hjartaáfallið

Í dag 9. febrúar voru 18 ár síðan ég fékk alvalegt hjartaáfall. Mistök voru gerð við greiningu mína og meðferð og í kjölfarið fylgdu...

Hjartagangráður

Sumir velta því fyrir sér í hverju gangráður er frábrugðin bjargráð. Meginmunurinn á þessu tvennu er að gangráður er fyrst og fremst notaður ef...

Algengar hjartarannsóknir

Það eru ýmsar rannsóknir sem geta gefið vísbendinu um ástand hjartans og sumar eru einfaldar í framkvæmd eins og blóðprufa svo dæmi sé tekið....

Konur, kvíði og hjartasjúkdómar

Eins ótrúlega og það hljómar þá fara konur oft á tíðum verr út úr hjartavandamálum en karlar og þær virðast stundum lenda í því...
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-