Grilluð kjúklingalæri með sesam- og hnetusósu

Grilluð kjúklingalæriMatreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson er hér með helgaruppskrift af dásemdarinnar grilluðum kjúklingalærum.

Einnig minni ég á uppskriftavef Holta hér til hliðar á síðunni þar sem allir geta fundið eitthvað girnilegt við sitt hæfi fyrir helgina.

 • 4 msk. þurrristuð sesamfræ
 • 2 msk. hnetusmjör
 • 2 msk. hunang
 • 2 msk. sesamolía
 • 1?½ dl terriakisósa
 • ½ chili-pipar, steinlaus og smátt saxaður
 • 2 msk. balsamedik
 • 1 tsk. nýmalaður pipar
 • 1?½ dl olía

Setjið allt nema olíu í skál og blandið vel saman. Hellið þá olíunni í skálina í mjórri bunu og þeytið vel í á meðan með písk.

 • 2 msk. olía
 • 8-12 kjúklingalæri
 • 1 msk. kjúklingakrydd

Penslið lærin með olíu og kryddið með kjúklingakryddinu. Grillið á milliheitu grilli í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til kjarnhiti sýnir 70°C.

Takið þá ¼ af sósunni og penslið lærin með henni á báðum hliðum. Grillið í 2 mínútur á hvorri hlið. Berið lærin fram með restinni af sósunni og t.d. grilluðum sætum kartöflum og grænmeti.

Auglýsing
Deila
Fyrri greinHreinlega agndofa!
Næsta greinVel heppnaðir tónleikar og kærkomin hvíld
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.