fbpx
-Auglýsing-

Miðjarðarhafsmataræði gott gegn þunglyndi

Matur MiðjarðarhafsinsSamkvæmt frétt á Daily Mail þá hefur Miðjarðarhafsmataræðið önnur góð áhrif en að vera gott fyrir hjartaheilsuna. Ný rannsókn hefur leitt í ljós að það getur minnkað hættuna á þunglyndi.

Það er vitað að Miðjarðarhafsmataræðið sé gott fyrir hjartaheilsuna, en nú sýna niðurstöður rannsókna að það geti einnig minnkað þunglyndi.

Spænskir rannsakendur fylgdu eftir 4000 manns á aldrinum 55 til 80 ára í 4 ár. Sumir voru á miðjarðarhafsmataræðinu, sem inniheldur mikið af ávöxtum, grænmeti, grófu korni, ólífuolíu og hnetum. Aðrir voru á mataræði sem innihélt litla fitu. Á þessum tíma þá þróuðu yfir 200 manns af þessum hópi með sér þunglyndi.

Miðjarðarhafsmataræðið minnkaði hættuna verulega og mest meðal karla með sykursýki, eða um 41%, en rannsóknin birtist í the journal BMC Medicine.

- Auglýsing-

Miðjarðarhafsmataræðið er talið minnka bólgur. Bólgur koma í veg fyrir seytingu efnis í heila sem kallast taugavaxtarþáttur (e. neurotrophic factor) en það er einmitt minna af þessu efni í einstaklingum með þunglyndi sem gæti útskýrt niðurstöður rannsóknarinnar.

Þýtt og endursagt af Daily Mail.

Hanna María Guðbjartsdóttir

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-