fbpx
-Auglýsing-

Reyktur hátíðarfugl með rauðvínssósu

Reyktur hátíðarfugl meðrauðvínssosuMatreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holtakjúklingi fyrir áhorfendur. 

Þættinir eru auk þess aðgengilegir á Hjarta TV hér á hjartalif.is auk þess sem hægt er að fara beint í uppskriftarsafn Holta hér.

Í uppskrift vikunnar frá Holta-kjúklingi færir Úlfar lesendum uppskrift að stórkostlegum reyktum hátíðarfugli með rauðvínssósu frá Holta

  • 1 reyktur hátíðarfugl u.þ.b. 2 kg.
  • 2 msk. olía
  • 1 msk. smjör
  • 15 skrældir smálaukar eða tveir venjulegir í bátum
  • 15 sveppir
  • 1 msk. tómatpuré
  • 1/2 flaska rauðvín
  • 2-3 timjangreinar eða 1 tsk. þurrkað
  • 3-4 lárviðarlauf
  • 1/2 tsk. nýmulinn pipar
  • 1 msk. kjúklingakraftur
  • 2 dl vatn
  • Sósujafnari
  • 50 g kalt smjör í teningum

Setjið fuglinn í eldfast mót. Kraumið lauk og sveppi í olíu og smjöri í potti í 2 mínútur. Bætið þá tómatpuré, rauðvíni, lárviðarlaufum, timjan og pipar í pottinn og sjóðið í 1 mínútu. Hellið þá úr pottinum í eldfasta mótið og færið í 170°C heitan ofn. Bakið í 40 mínútur, snúið þá fuglinum við og látið hann liggja á bringunni í 40 mínútur í viðbót eða þar til kjarnhiti sýnir 71°C.
Sigtið allan safa úr eldfasta fatinu í pott og bætið vatni saman við ásamt kjúklingakrafti og þykkið með sósujafnara. Takið þá pottinn af hellunni og bætið smjöri, í teningum, saman við. Hrærið þangað til smjörið hefur bráðnað. Eftir það má sósan ekki sjóða. Berið fuglinn fram með sósunni og t.d. sætri kartöflumús og salati.

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-