fbpx
-Auglýsing-

Davíð tekur við af Vilhelmínu

Davíð O. ArnarDavíð O. Arnar, yfirlækni á hjartadeild, hefur verið falið að gegna starfi framkvæmdastjóra lyflækningasviðs frá 18. nóvember til 1. maí 2014 þegar nýtt skipurit Landspítala tekur gildi.

Þá hefur Gyða Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur verið ráðin sem aðstoðarframkvæmdastjóri sviðsins fyrir sama tímabil. Davíð og Gyða hafa bæði langa starfsreynslu á Landspítala, segir í tilkynningu frá sjúkrahúsinu.

Vilhelmína Haraldsdóttir lætur af starfi framkvæmdastjóra í dag samkvæmt ákvörðun Páls Matthíassonar forstjóra.

„Landspítali hefur mátt þola vaxandi þrengingar á síðustu árum. Ítrekað hefur verið lýst brýnni þörf fyrir viðreisn og framþróun eftir langvarandi samdráttarskeið og eru þessar breytingar liður í þeim áformum,“ segir í tilkynningu.

- Auglýsing-

Davíð lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands. Hann er sérfræðingur í lyflækningum, hjartalækningum og heilbrigðisstjórnun. Davíð var við sérfræðinám við University of Iowa í Bandaríkjunum í lyflækningum, hjartalækningum og raflífeðlisfræði hjartans. Hann hefur lokið doktorsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur undanfarið starfað sem yfirlæknir Hjartagáttar og yfirlæknir hjartaþræðinga á Landspítala og verið klínískur prófessor við Háskóla Íslands.

Gyða lauk BS prófi í hjúkrun frá Háskóla Íslands og hefur MS gráðu í hjúkrun frá sama skóla. Hún var lengi deildarstjóri bráðamóttöku á Landspítala Hringbraut en hefur undanfarið verið verkefnastjóri við undirbúning nýs Landspítala.

Það er mbl.is sem segir frá þessu

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-