fbpx
-Auglýsing-

Simbi í Hafnarbúðinni skellir sér í hjartaþræðingu

Simbi þræðir hjörtuHann Simbi vinur okkar í Hafnarbúðinni á Ísafirði er uppátækjasamur með eindæmum.

Hann heldur úti fésbókarsíðu þar sem hann setur inn skemmtilegar myndir þar sem hann færir athafnir, málshætti, orðtök og tilvitnanir í myndrænt form og á hann sér rúmlega 12.000 aðdáendur.

Sjónarhornið hjá Simba er stundum skrýtið en alltaf skemmtilegt.

Í gær tók hann sig til og skellti sér í hjartaþræðingu eins og meðfylgjandi mynd ber með sér um leið og hann vakti athygli á hjartalíf.is. Það skal þó tekið fram að ekki var um raunverulega hjartaþræðingu að ræða heldur þræddi Simbi hjörtu upp á þráð við stofuborðið heima hjá sér.

- Auglýsing-

Við kunnum honum bestu þakkir fyrir framtakið og vonum að hjartaþræðingin hafi gengið vel og hann hafi þrætt mörg hjörtu.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá Simba.

Smellið á myndirnar ef þið viljið sjá þær stærri.

Simbi málar skrattan á vegginnSimbi málar skrattan á vegginn

- Auglýsing -

Simbi í mæðraskoðunSimbi í mæðraskoðun

Simbi í lausu loftiSimbi í lausu lofti

Simbi rennir blint í sjóinnSimbi rennir blint í sjóinn

Simbi lítur yfir farinn vegSimbi lítur yfir farinn veg

Myndirnar eru af Fésbókarsíðunni hans Simba.

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-