fbpx
-Auglýsing-

Kjúklingalundir í rauðvínssósu með beikoni, lauk og sveppum

Kjúklingalundir í rauðvínssósu með beikoni lauk og sveppumMatreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holtakjúklingi fyrir áhorfendur. 

Þættinir eru auk þess aðgengilegir á Hjarta TV hér á hjartalif.is auk þess sem hægt er að fara beint í uppskriftarsafn Holta hér.

Í uppskrift vikunnar frá Holta-kjúklingi færir Úlfar lesendum uppskrift að Kjúklingalundum í rauðvínssósu með beikoni, lauk og sveppum. 

Fyrir 4

- Auglýsing-

3 msk. olía

Salt og nýmalaður pipar

600-800 g kjúklingalundir frá Holta

3 sneiðar beikon í bitum

- Auglýsing -

1 askja sveppir í bátum

2 laukar í bátum

1 tsk. tómatpúrra

1 tsk. timíanlauf

2-3 lárviðarlauf

3 dl rauðvín

1 msk. balsamikedik

Sósujafnari ef með þarf

30 g kalt smjör í teningum

2 msk. steinselja, smátt söxuð

Hitið stóra pönnu með olíu og steikið lundirnar við mikinn hita í 2-3 mínútur eða þar til þær eru fallega brúnaðar allan hringinn. Kryddið með salti og pipar. Bætið þá beikoni, lauk og sveppum á pönnuna og steikið í 2-3 mínútur. Þá er tómatpúrru, timíani, lárviðarlaufi, rauðvíni og balsamikediki bætt á pönnuna og látið sjóða í 4-6 mínútur eða þar til lundirnar eru eldaðar í gegn. Þykkið þá sósuna ef með þarf. Takið þá pottinn af hellunni og bætið smjörinu saman við. Hrærið í með sleif þangað til smjörið hefur bráðnað. Smakkið til með salti og pipar og stráið steinselju yfir. Berið fram með steiktum kartöflum og salati.

Verði ykkur að góðu.

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-