Mánuður meistaranna

MeistaramánuðurMeistaramánuðurinn er hafinn og þar með er blásið í lúðra og margir nota tækifærið til að gera betur á mörgum sviðum lífsins. Solla á Gló er með margt í gangi í máunðinum og hér fyrir neðan eru nokkrar góðar hugmyndir, gangi ykkur vel.

Þá er hinn árlegi Meistaramánuður hafinn, átak sem snýst um að hvetja okkur til að gerast betri útgáfan af okkur sjálfum í einn mánuð. Auðvitað skiptir mestu máli hvernig við högum lífi okkar að meðaltali yfir árið.

En svona átak getur verið stórsniðugt tæki til að brjótast útúr vananum og koma inn bættum venjum (að eigin vali!). Markmiðin geta verið allt milli himins og jarðar; betra mataræði, ræktun á líkama og sál, bættar svefnvenjur, vönduð samskipti, ný áhugamál, eða hvað það nú er sem við teljum að geti bætt lífsgæði okkar.

Ég verð með nokkur innslög í þáttum sem fjalla um þetta átak, hér má sjá það fyrsta (11:33).

Svo er komið nýtt matreiðslumyndband í loftið, í þessari viku sýni ég ofur einfalt og ljúffengt kínóasalat. Á www.himneskt.is má síðan sjá öll myndböndin mín á einum stað.

Gangi ykkur sem allra best!

Auglýsing

Meistarakveðjur, Solla ¨*•.¸¸☼

Taktu meistaramánuðinn með trompi

Af tilefni af Meistaramánuðinum býður Gló upp á 20 skipta fyrirframgreidd kort sem veita 20% afslátt af réttum dagsins ásamt 10% af drykkjum, kökum og kaffi. Kortin fást á öllum stöðum Gló.

Fyrir þá sem vilja smá aðstoð við að koma á fót góðum matarvenjum má benda á hina stórsniðugu matarpoka sem hægt er að panta á Gló.

 Kínóa, næringarríkt og ótrúlega gott

Kínóa er næringarríkt korn. Glútenlaust, gefur góð prótein og er ríkt af ýmsum vítamínum, stein- og snefilefnum.

Hægt er að nota kínóa á svipaðan hátt og hrísgrjón eða cous cous í flesta rétti, t.d. í buff, salöt eða sem meðlæti. Einnig er það frábært í morgungrauta, brauð, pönnukökur o.fl.
Leiðbeiningar um suðu

Góður morgungrautur úr kínóa

1 dl kínóa

2 dl vatn

1 tsk. kanill

1 dl valhnetur og saxsaðar möndlur, eða aðrar hnetur eða fræ

1/2 dl kókosflögur, ristaðar

1 dl ber, t.d. bláber, jarðarber, krækiber eða frosin berjablanda

2 dl mjólk að eigin vali, t.d. heimagerð möndlumjólk (1⁄2 dl möndlur + 2 dl vatn = sett í blandara og hratið sigtað frá)

Þvoið kínóað upp úr köldu vatni, setjið það í pott ásamt kanil, hellið vatninu út í og látið suðuna koma upp og sjóðið í um 20 mín. Blandið öllu nema mjólk í skál, hellið mjólkinni yfir og njótið.

 

 

DEILA
Fyrri greinMikilvægi hjartaþræðinga
Næsta greinFimm hollar og fituríkar matvörur
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.