fbpx
-Auglýsing-

Miðjarðarhafsmataræði: Bæði fyrir hjarta og heila

MiðjarðarhafsmataræðiNú hafa vísindamenn komist að því að Miðjarðarhafsmataræðið er ekki aðeins gott fyrir hjartað heldur heilann líka, en frá þessu var sagt í Mail Online á dögunum.

Það er semsagt óhætt að mæla með því að borða eins og Grikki og öðlast við það góða hjartaheilsu og verða eldskarpur eða skörp fram eftir öllum aldri.

Í stuttu máli komust vísindamenn að því að fólk sem borðaði mikið af ferskum ávöxtum og grænmeti, hnetum, fiski, mögru kjöti og ólífuolíu er í minni áhættu á aldurstengdum sjúkdómum eins og elliglöpum.

Vísindamenn frá Háskólann, Exeter Medical School gerðu fyrstu kerfisbundnu skoðunina á fyrri rannsóknum á því hvernig mataræði gagnast heilanum.

- Auglýsing-

Þetta kemur í kjölfar þess að í síðasta mánuði var tilkynnt um að sama mataræði gæti unnið á móti genatengdri áhættu á heilaáföllum.

Teymið sem stutt var af the National Institute for Health Research Collaboration for Leadership in Applied Health Research and Care in the South West Peninsula ( þetta var langt), skoðaði á þriðja tug rannsókna af ýmsu tagi.

Í níu rannsóknanna kom fram fylgni á milli Miðjarðarhafsmataræðisins og betri andlega getu, minni hættu á andlegri hnignun og minnkaðri áhættu á Alzheimer.

Hinsvegar voru niðurstöðurnar um lítillega minnkaða vitmunalega eða hugræna getu, þ.e. stigið áður en Alzheimer eða elliglöp gera vart við sig og einhverjir gætu fundir fyrir erfiðleikum á þessu sviði, mótsagnarkenndar og ónákvæmar.

- Auglýsing -

Stjórnandi rannsóknarinnar Iliana Lourida segir: „Miðjarðarhafsmataræðið er bæði girnilegt og næringarríkt. Kerfisbundnar rannsóknir okkar sýna að það geti hjálpað okkur til að verja heilan gegn öldrun og minnka þar með áhættuna á elliglöpum.

Tengslin á fylgninni milli Miðjarðarhafsmataræðisins og elliglapa er ekki ný af nálinni, en okkar rannsókn er sú fyrsta það sem farið er skipulega yfir allar fyrirliggjandi rannsóknir og sönnunargögn um efnið“

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-