fbpx
-Auglýsing-

Hjartasjúkdómar og konur

Hjartasjúkdómar kvennaHjarta og æðasjúkdómar eru stærsti orsakavaldur örorku og dauðsfalla í heiminum og fer vandinn ört vaxandi.

Hjarta og æðasjúkdómar fella fleiri á hverju ári en nokkrar aðrar orsakir en 17, 3 milljónir manna létust árið 2008, þar af 3 milljónir áður en þeir náðu sextíu ára aldri.

Ég rakst á athyglisverðar tölur frá Bandaríkjunum þar sem er búið að taka saman tölulegar staðreyndir um hjarta og æðasjúkdóma kvenna þar í landi.

Í Bandaríkjunum er talið er að um 8 milljónir kvenna lifi með hjartasjúkdóm. 10% kvenna á aldrinum 45-64 ára og 25% þeirra sem eru 65 ára og eldri.

 • Um 6 milljónir kvenna eiga sögu um hjartaáfall og eða brjóstverki eða bæði.
 • Nærri 13% kvenna í Bandaríkjunum sem eru 45 ára og eldri hafa fengið hjartaáfall.
 • 435 þúsund Bandarískra kvenna fá hjartaáfall á hverju ári og eru um 83 þúsund þeirra undir 65 ára aldri og 9 þúsund eru undir 45 ára aldri. Meðalaldur þeirra er 70,4 ár.
 • 4 milljónir kvenna þjást af brjóstverkjum og 47 þúsund þeirra voru lagðar inn á spítala 1999.

Dánartíðni

 • Hjartasjúkdómar er helsta dánarorsök kvenna í Bandaríkjunum og 32% þeirra sem látast á ári hverju látast úr hjartasjúkdómum.
 • 43% af dauðsföllum kvenna í Bandaríkjunum á hverju ári eða nærri 500 þúsund má rekja til hjarta eða æðasjúkdóma.
 • Um 267 þúsund kvenna deyja á hverju ári af völdum hjartáfalla. Hjartáföll valda dauða SEX sinnum fleiri kvenna en brjóstakrabbamein í Bandaríkjunum.
 • 31, 837 konur deyja árlega af hjartabilun eða 62,6% allra þeirra sem að deyja úr hjartabilun samanlagt.

Samanburður við karla

 • 38% kvenna og 25% karla deyja á fyrsta ári eftir að fyrsta hjartaáfall er greint.
 • 35% kvenna og 18% karla sem lifa af hjartaáfall fá annað hjartaáfall innan sex ára.
 • 46% kvenna og 22% karla sem lifa af hjartaáfall eru með skerta starfsorku vegna hjartabilunar innan sex ára frá greiningu.
 • Það eru meira en tvöfalt meiri líkur á því að konur deyi í hjáveituaðgerð heldur en karlar.

Í Bandaríkjunum eru minni líkur á því að konur fái beta-blokkera, ACE blokkera eða jafnvel aspirín eftir að hafa fengið hjartaáfall. Ég geri ekki ráð fyrir því að þetta sé svona hér á landi.

- Advertisement -

Fleiri konur en karlar deyja árlega af hjartasjúkdómum í Bandaríkjunum þrátt fyrir þá staðreynd að konur séu aðeins:

 • 33% þeirra sem fara í hjartaþræðingu fá stoðnet eða fara í hjáveituaðgerð
 • 28% þeirra sem fá gangráð
 • 36% þeirra sem fara í opna hjartaskuðraðgerða

Þá er einnig sláandi að konur eru aðeins 25% þátttakenda í öllum hjartatengdum rannsóknum sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum.

Heimildir :National Center on Health Statistics; National Heart og Lung and Blood Institute

Auglýsing
Avatar
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

Hjartsláttur og blóðþrýstingur, hvað er rétt og hvað ekki?

Í netheimum fara gjarnan allskonar uplýsingar á flug sem eiga stundum ekki við rök að styðjast. Hjartasérfræðingurinn Dr. Michael Faulx skoðaði sannleiksgildi nokkurra fullyrðinga...

6 einkenni hjartaáfalls hjá konum

Konur upplifa hjartaáfall ekki alltaf eins og karlar. Konur fá ekki alltaf þessi sömu klassísku einkenni eins og yfirgnæfandi brjóstverk sem leiðir einnig niður...

Hjartaþræðing eftir hjartaáfallið

Nóttin eftir hjartaáfallið var undarleg og svo rann upp nýr dagur þar sem ég átti að fara í hjartaþræðingu. Þá kæmi í ljós hvernig...

Hjartaáfallið

Í dag 9. febrúar voru 18 ár síðan ég fékk alvalegt hjartaáfall. Mistök voru gerð við greiningu mína og meðferð og í kjölfarið fylgdu...

Hjartagangráður

Sumir velta því fyrir sér í hverju gangráður er frábrugðin bjargráð. Meginmunurinn á þessu tvennu er að gangráður er fyrst og fremst notaður ef...

Algengar hjartarannsóknir

Það eru ýmsar rannsóknir sem geta gefið vísbendinu um ástand hjartans og sumar eru einfaldar í framkvæmd eins og blóðprufa svo dæmi sé tekið....
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-