Goðsagnir og mýtur um hjartaáföll

Goðsagnir og mýtur um hjartaáföll

Brjóstverkir
Brjóstverkir

Gríptu súkkulaði, fáðu þér aspirín og skolaðu því niður með rauðvíni og þú ert á leið í gott heilbrigt hjartalíf. Ekki kannski alveg svo einfalt.

Samkvæmt því sem Dr. Steven Nissen yfirmaður Cardiovascular Medicine við hið virta sjúkrahús Cleveland Clinic segir er mikið af þeim upplýsingum sem Bandaríkjamenn nota til að fá leiðbeiningar um hjartaheilsu lítið annað en goðsagnir eða mýtur.

„Þetta er hræðilegt,“ segir hann. „Og þetta verður bara verra. Þessa dagana getur þú farið á netið og googlað upplýsingar um nánast hvaða hjartaástand sem er og fengið mikið magn upplýsinga. Vandamálið er að margar þeirra eru rangar. Sömu sögu er að segja um mikið af goðsögnunum sem ganga milli manna, þær eru líka rangar.“

Á síðasta ári gaf Dr. Nissen út bókina Heart 411 ásamt félaga sínum, hjartaskurðlækninum Marc Gillinov þar sem þeir fóru í gegnum mikið af þeim orðrómi sem gengur manna á milli um hjartaheilsu. Þeir nálguðust viðfangsefnið eins og kviðdómur myndi nálgast réttarhöld. Þeir veltu upp spurningunni, eru til sannanir sem eru hafnar yfir skynsamlegan vafa að rauðvín sé gott fyrir hjartað, súkkulaði komi að gagni við hjartaheilsu og hvort rautt kjöt sé vont fyrir hjartað.

Við hér á hjartalíf.is ætlum að glugga á næstunni á nokkrar af þessum goðsögnum og sjá hvað þeir félagar hafa um málið að segja og við byrjum á einni sem er mjög útbreidd að mati þeirra félaga.

Goðsögn: Konur fá ekki brjóstverki þegar þær fá hjartaáfall

Þetta er mjög útbreidd mýta. Eftir að birtist fyrir nokkrum misserum grein í JAMA (the Journal of the American Medical Association), hafa fjölmiðlar fjallað mikið um þetta, að margar konur sem fái hjartaáfall fái ekki brjóstverki.

Á meðan þetta getur verið satt fyrir sumar konur, er mikilvægt að skilja að eitt aðaleinkenni hjartaáfalls hjá bæði körlum og konum er brjóstverkur.

U.þ.b. 12% kvenna eru líklegri til að fá ekki brjóstverki við hjartaáfall, en það er í sjálfu sér ekki stór munur.

Það má vera að hluti kvenna verði bara móðar, svimað eða liðið út af, en það sama gildir um lítinn prósentuhluta karla.

Karlar og konur eru meira lík en ólík. Það er einhver munur á einkennum, en ekki eins mikill og margur heldur.

Fyrir hjartaáföll ætti að gefa báðum kynjum sömu ráðleggingar: Ef þú ert með brjóstverki, ef þú verður skyndilega mjög móð/móður, ef þig svimar, verður létt/léttur yfir höfuð og svitnar skyndilega, taktu það alvarlega og hringdu á 112 og drífðu þig undir læknishendur hið bráðasta –hvort sem þú ert karl eða kona.