fbpx
-Auglýsing-

Að borða hádegismat seint á daginn getur verið fitandi

HlaðborðÍ apríl síðastliðnum birtust niðurstöður rannsóknar í tímaritinu International Journal of Obesity þar sem skoðaður var munur á þyngdartapi eftir því hvenær hádegismatur var borðaður á daginn.Rannsóknin stóð yfir í 20 vikur og 420 einstaklingar tóku þátt. Þátttakendum var skipt í tvo hópa, þeir sem borðuðu hádegismat fyrir kl. 15:00 og þeir sem borðuðu hádegismat kl. 15:00 eða seinna á daginn. Skoðuð var heildar orkuinntaka, orkueyðsla, svengdarhormón (leptin og ghrelin) og lengd svefnstíma. Ekki var munur á þessum þáttum á milli hópanna tveggja.

Niðurstöðurnar sýndu að einstaklingarnir sem borðuðu hádegismat fyrr léttust 30% meira en þeir sem borðuðu hádegismat seinna á daginn. Þau sem voru í seinni hópnum borðuðu yfirleitt orkuminni morgunmat og slepptu morgunmat oftar en þau sem borðuðu hádegismat fyrr. Seinni hópurinn mældist einnig með lægri insúlín næmni sem getur aukið líkur á sykursýki. Niðustöðurnar gefa því til kynna að tímasetning hádegismatar getur skipt máli og ef hann er borðaður í seinna lagi, þá getur það hægt á þyngdartapi þrátt fyrir magn orkuinntöku yfir daginn og skiptingu orkuefna.
Það hefði verið áhugavert að sjá líka mun á þeim sem borða hádegismat til dæmis kl. 13 eða 14 þar sem það eru örugglega ekki mjög margir í raunveruleikanum sem borða hádegismat kl. 15 eða seinna. En þessi rannsókn gefur samt til kynna að mjög líklega hefur þá áhrif á þyngdartap að borða staðgóðan morgunmat og hádegismat í kringum hádegið.Pistillinn er úr smiðju Hrundar Valgeirsdóttur næringarfræðings MSc, sem heldur úti bloggsíðunni naering.com 

Auglýsing
Avatar
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

Hjartsláttur og blóðþrýstingur, hvað er rétt og hvað ekki?

Í netheimum fara gjarnan allskonar uplýsingar á flug sem eiga stundum ekki við rök að styðjast. Hjartasérfræðingurinn Dr. Michael Faulx skoðaði sannleiksgildi nokkurra fullyrðinga...

6 einkenni hjartaáfalls hjá konum

Konur upplifa hjartaáfall ekki alltaf eins og karlar. Konur fá ekki alltaf þessi sömu klassísku einkenni eins og yfirgnæfandi brjóstverk sem leiðir einnig niður...

Hjartaþræðing eftir hjartaáfallið

Nóttin eftir hjartaáfallið var undarleg og svo rann upp nýr dagur þar sem ég átti að fara í hjartaþræðingu. Þá kæmi í ljós hvernig...

Hjartaáfallið

Í dag 9. febrúar voru 18 ár síðan ég fékk alvalegt hjartaáfall. Mistök voru gerð við greiningu mína og meðferð og í kjölfarið fylgdu...

Hjartagangráður

Sumir velta því fyrir sér í hverju gangráður er frábrugðin bjargráð. Meginmunurinn á þessu tvennu er að gangráður er fyrst og fremst notaður ef...

Algengar hjartarannsóknir

Það eru ýmsar rannsóknir sem geta gefið vísbendinu um ástand hjartans og sumar eru einfaldar í framkvæmd eins og blóðprufa svo dæmi sé tekið....
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-