fbpx
-Auglýsing-

Er lágkolvetnamataræðið ógn við almannaheilsu?

AftonbladetÍ Pressunni þann 3. ágúst sl. var birt grein sem ber heitið “Aukin tíðni hjartaáfalla hjá ungu fólki í Svíþjóð: Vinsælir fituríkir megrunarkúrar taldir eiga sök á aukningunni.”

Í stuttu máli má segja að í greininni er þýdd gagnrýnislaust furðuleg umfjöllun sem hefur tröllriðið sænskum fjölmiðlum síðastliðna viku.

Við fengum leyfi til að þýða svar sænska læknisins Andreas Eenfeldt við umfjöllunarefninu.

Andreas Eenfeldt heldur úti mjög virtri og vinsælli heimasíðu sem heitir dietdoctor.com þar sem hann fjallar um lágkolvetnamataræðið.

Að neðanverðu er þýðingin:

Lágkolvetna, fituríkt fæði (LCHF) hefur verið mjög vinsælt í Svíþjóð síðustu ár. Fjöldi Svía nota það til að léttast og bæta heilsu sína. En það er enn mikil andstaða í gangi. Gamli óttinn við fitu er ekki dauður enn – og í síðustu viku fór af stað eitthvert mesta fjölmiðlafár sem sést hefur undanfarin ár!

Það byrjaði allt með umfjöllun nokkurra eldri, fituhræddra prófessora í stærsta dagblaði Svíþjóðar, í greininni “Vinsælu fitukúrarnir eru ógnun við almenna heilsu

Umfjöllunarefnið breiddist út eins og eldur í sinu og varð að aðal efni flestra fjölmiðla landsins (höfundur var gestur morgunþáttar til að ræða þetta).

- Advertisement -

Það furðulegast við fréttina var að skoðun þessara prófessora felur í sér að það hafi orðið aukning hjartasjúkdóma og heilablóðfalla í Svíþjóð – og lágkolvetnamataræði sé um að kenna. Hins vegar er staðreyndin sú að tíðni hjartasjúkdóma og heilablóðfölla hefur minnkað og minnkar alltaf hraðar og hraðar skv. nýjustu tölulegu upplýsingum.

hjartasjúkdómar - Svíþjóð

Tíðni hjartasjúkdóma til vinstri, hjartaáföll til hægri. (Sænskar tölur). Efri lína fyrir menn, neðri lína fyrir konur. Stærri mynd

Annar heimskulegur áróður

Það er með ólíkindum hversu litlar kröfur eru gerðar til sannana þegar verið er að gagnrýna lágkolvetnafæðið. Það sem prófessorarnir vísuðu til var undirhópur fólks: ungar konur með mjög litla menntun. Áhætta þessa hóps hefur í reynd aukist – frá 1995!

Með öðrum orðum, aukningu í smjörsölu árið 2010 er kennt um aukna tíðni hjartasjúkdóma á 20. áratugnum! Ég geri mér alveg grein fyrir að uppi eru margar villuhugmyndir um hættur smjörs, en í alvörunni, trúa þeir nú að smjör geti ferðast aftur í tíma?

Slæm umfjöllun?

Fólk segir að ekkert sé til sem heitir slæm umfjöllun. Og það er kannski satt. Þessi, heimskulegi hræðsluáróður um lágkolvetnamataræðið skilar sér alltaf í fleiri heimsóknum á sænska bloggið mitt:
Record-threat
Í þessari viku féll nýtt met: 58.000 heimsóknir á einum degi. Ekki slæmt í litlu landi.

Hér er annað enn betra: Fleiri og fleiri Svíar eru farnir að sjá í gegnum fitufóbíu áróðurinn. Fleiri og fleiri Svíar gera sér grein fyrir að það eru engar öruggar, vísindalegar sannanir fyrir því að við eigum að hræðast gamla, góða smjörið. Sænska lágkolvetnabyltingin vex stöðugt.

Að Lokum

Þessi grein birtist upphaflega hér.

Einnig viljum við benda á gagnrýni Axels F. Sigurðssonar, sem er íslenskur hjartalæknir. Hún finnst hér.

Pistillin er úr smiðju Krisjáns Más Gunnarssonar læknanema sem heldur úti vefsíðunum betrinaering.is og AuthorityNutrition.com

Á Facebook er hægt að finna síður Kristjáns á Facebook.com/betrinaering og  Facebook.com/AuthorityNutrition

Auglýsing
Avatar
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

Hjartsláttur og blóðþrýstingur, hvað er rétt og hvað ekki?

Í netheimum fara gjarnan allskonar uplýsingar á flug sem eiga stundum ekki við rök að styðjast. Hjartasérfræðingurinn Dr. Michael Faulx skoðaði sannleiksgildi nokkurra fullyrðinga...

6 einkenni hjartaáfalls hjá konum

Konur upplifa hjartaáfall ekki alltaf eins og karlar. Konur fá ekki alltaf þessi sömu klassísku einkenni eins og yfirgnæfandi brjóstverk sem leiðir einnig niður...

Hjartaþræðing eftir hjartaáfallið

Nóttin eftir hjartaáfallið var undarleg og svo rann upp nýr dagur þar sem ég átti að fara í hjartaþræðingu. Þá kæmi í ljós hvernig...

Hjartaáfallið

Í dag 9. febrúar voru 18 ár síðan ég fékk alvalegt hjartaáfall. Mistök voru gerð við greiningu mína og meðferð og í kjölfarið fylgdu...

Hjartagangráður

Sumir velta því fyrir sér í hverju gangráður er frábrugðin bjargráð. Meginmunurinn á þessu tvennu er að gangráður er fyrst og fremst notaður ef...

Algengar hjartarannsóknir

Það eru ýmsar rannsóknir sem geta gefið vísbendinu um ástand hjartans og sumar eru einfaldar í framkvæmd eins og blóðprufa svo dæmi sé tekið....
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-