Fimm algengustu atriðin sem fólk sér eftir við hinstu stund

Hjarta í ljósinuHjúkrunarkona nokkur hefur tekið saman þau atriði sem fólk sér helst eftir í lífinu við þeirra hinstu stund, og ein mesta eftirsjáin á listanum er “ég myndi óska þess að ég hefði ekki unnið svona mikið.” Hver myndi vera þín mesta eftirsjá ef þetta væri seinasti dagur lífs þíns?

Bronnie Ware er áströlsk hjúkrunarkona sem hefur unnið til fjölda ára á líknardeild þar sem hún hugsar um sjúklinga seinustu 12 vikur lífs síns. Hún tók saman mestu eftirjá þeirra sem lágu banaleguna og bloggaði um þá. þetta vakti svo mikla athygli að hún gaf út bók á endanum sem ber nafnið The top five regrets of the dying.

Ware skrifar um hversu skýrt fólk er á sinni hinstu stundu og hvernig við gætum lært af visku þeirra. Hún segir “Þegar þetta fólk er spurt hvort það sjái eftir einhverju, eða hvort þau myndu gera eitthvað öðruvísi” þá komi upp sömu hlutirnir aftur og aftur.

Hér eru topp 5 hlutirnir sem fólk hefur eftirsjá af eins og Ware hefur skráð:

1. Ég myndi óska þess að ég hefði haft hugrekki til að lifa lífinu sjálfum mér samkvæmt, en ekki lífi sem aðrir ætluðust til af mér.

“Þetta var algengasta eftirsjáin af öllum. Þegar fólk gerir sér grein fyrir að líf þeirra eru nánast búið og lítur til baka þá er létt að sjá hversu margir draumar hafa ekki orðið af veruleika. Flest fólk hefur ekki einu sinni látið helming drauma sinna rætast og á dánarbeði sínu gerir það sér grein fyrir að það er sökum ákvarðana sem það tók, eða tók ekki. Heilbrigði gefur fólki frelsi sem fáir gera sér grein fyrir, þangað til það nýtur hennar ekki lengur.”

Auglýsing

2. Ég óska að ég hefði ekki unnið svona mikið.

“Þetta kom frá hverjum og einum karlsjúklingi sem ég hjúkraði. Þeir misstu af ungdómi barna sinna og samverustunda með maka sínum. Konur töluðu einnig um þessa eftirsjá, en flestar voru af eldri kynslóð þar sem margar af konunum höfðu ekki unnið úti. Allir karlmennirnir sem ég hjúkraði iðruðust innilega að hafa eytt svo miklum tíma við vinnu.”

3. Ég óska þess að ég hefði haft hugrekkið til að tjá tilfinningar mínar.

“Margt fólk bælir tilfinningar sínar til að halda friðinn við aðra. Afleiðing þess er að það sættir sig við hálfa tilveru þar sem það uppfyllti ekki möguleika sína. Margir þróuðu með sér sjúkdóma í kjölfarið af biturleika og eftirsjá sem nagaði fólk.”

4. Ég óska þess að ég hefði haldið sambandi við vini mína.

“Algengt var að fólk gerði sér ekki grein fyrir hversu gamlir vinir eru mikils virði fyrr en á seinustu dögum líf síns. Margir höfðu verið svo uppteknir af sínu eigin lífi að þeir misstu samband við góða vini í gegnum árin. Það voru margar djúpar eftirsjár yfir því að hafa ekki gefið vináttu þann tíma og umhyggju sem hún á skilið. Allir söknuðu vina sinna á dánarbeði sínu.”

5. Ég óska þess að ég hefði leyft mér að vera hamingjusamari.

“Þessi var furðanlega algeng. Margir gerðu sér ekki grein fyrir því fyrr en í lok lífs síns að hamingja er val. Þeir höfðu verið fastir í gömlum mynstrum og vana. Hin svokallaði þægindarrammi tók of stóran sess í lífi fólks. Hræðslan við breytingar fékk fólk til að blekkja sig, og aðra, að það væri ánægt, þegar í raunveruleikanum langaði þeim til að hlægja innilega og hafa leik í lífi sínu aftur.”

Hvað er þín helsta eftirsjá fram að þessu, og hvað ætlar þú að áorka eða breyta áður en þú deyrð?

Greinin er þýdd af vef Guardian.

Pistillinn er úr smiðju Haraldar Magnússonar sem heldur úti vefsíðunni heilsusidan.is.