-Auglýsing-

Hóflega drukkið vín gleður hjartað og lengir lífið

583236 red wine 2Hóflega drukkið vín eftir sextugt getur gert manni gott, glatt hjartað og lengt lífið

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var á 2.800 eldri borgurum á yfir tuttugu ára tímabili í bænum Dubbo í Ástralíu og sagt er frá á Visi.is.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á heilbrigðisráðstefnu í Sidney í gær. Þar kom fram að þeir sem tóku þátt í ransókninni og drukku reglulega áfengi voru 20 – 28% líklegri til að lifa lengur en þeir sem ekki neyttu áfengis. Þá voru líkur á vitglöpum einnig mun minni hjá þeim sem fengu sér í tána.

„Margir gera ráð fyrir því að heilabilanir haldist í hendur við áfengisneyslu, en rannsóknin í Dubbo leiddi annað í ljós. Heilabilanir voru ekki meiri hjá fólki sem neytti áfengis, heldur þvert á móti,“ sagði Leon Simons, einn rannsakenda á ráðstefnunni.

- Auglýsing-

Rannsóknin leiddi í ljós að 78% karla og 52% kvenna yfir sextugu neyta áfengis nokkrum sinnum í viku. Karlar að meðaltali 1-14 sinnum og konur 1-7 sinnum.

Bjór var fyrsta val 87% karlanna í hópnum og 44% kvenna kusu bjór. Ekki var þó tekið tillit til hvaða tegund áfengis var drukkið heldur var samanburðurinn bara milli þeirra sem drukku áfengi og þeirra sem gerðu það ekki.

Dánartíðni þeirra sem neyttu lítils áfengis reglulega var 20% lægri en þeirra sem ekki neyttu áfengis og dánartíðni þeirra sem neyttu áfengis í hófi reglulega 28% lægri en þeirra sem voru bindindismenn.

Á þeim tuttugu árum sem rannsóknin stóð yfir létust 64% þeirra karla sem drukku og 72% þeirra sem ekki drukku. Þá létust þeirra 45% kvenna sem neyttu áfengis og tóku þátt í rannsókninni og 60% þeirra sem ekki snertu áfengi. Rannsakendur segja þetta vera vegna þess að regluleg áfengisneysla dragi úr hættu á hjarta – og æðasjúkdómum.

- Auglýsing -

Fréttin er upphaflega af vef The Daily Telegraph.

 

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-