fbpx
-Auglýsing-

Smjör er gott

iStock 000016934777XSmallVið vitum það vel að smá smjörklípa getur gert kraftaverk fyrir hina ýmsu rétti, að maður tali nú ekki um muninn á því að steikja egg á pönnu með smá smjöri frekar en olíu.

Smjörið hefur í seinni tíð verið að sækja í sig veðrið eftir nokkra lægð. Enda hefur sýnt sig að það er ekki orsök alls ills, eins og Kristján Gunnarsson, hjá Authority Nutrion bendir í eftirfarandi sjö ráðum.

1.  Smjör er ríkt af fituleysanlegum vítamínum

Hér er einkum átt við vítamínin A, E og K2. Það síðastnefnda er vert að nefna sérstaklega en það er minna þekkt en hin tvö og finnst síður í nægilegum mæli í mataræði hins hefðbundna Vesturlandabúa. Þetta vítamín hefur mikilvægu hlutverki að gegna við vinnslu kalks í líkamanum en skortur á því hefur verið tengdur við hjartasjúkdóma, krabbamein, beinþynningu o.fl.

- Auglýsing-

2. Smjör er ríkt af hollum mettuðum fitusýrum

Á tímabili var því víða haldið fram að mettaðar fitusýrur væru algjört eitur fyrir mannskepnuna. Þessar fullyrðingar hafa hins vegar verið hraktar hver á fætur annarri. Nýlegar rannsóknir hafa m.a.s. sýnt fram á að engin sérstök tengsl eru á milli mettaðra fitusýra og sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, ólíkt því sem áður var. Þvert á móti innihalda þær mikilvæg næringarefni sem stuðla að því að við finnum síður til hungurs og bætum brennsluna.

3. Smjör dregur úr hættu á hjartaáfalli ólíkt smjörlíki

Það er mikill misskilningur að betra sé að skipta út smjöri fyrir smjörlíki – þar er um verulega ójöfn skipti að ræða. Það er lítið vit í að skipta út náttúrulegri, tiltölulega hreinni afurð  fyrir aðra unna, stútfulla af mismunandi transfitusýrum. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að neysla smjörlíkis getur leitt til aukinnar hættu á hjartasjúkdómum, eitthvað sem smjörið mældist ekki gera.

- Auglýsing -

4. Smjör er mikilvæg uppspretta fitusýrunnar bútýrats 

Smjör er ríkt af fitusýrunni bútýrati, sem dregur úr bólgum. Hún hefur auk þess verndandi áhrif á meltingarkerfið og býr yfir ýmsum fleiri kostum.

5. Smjör er ríkt af mikilvægu fitusýrunni línólsýru

Línólsýra er fitusýra sem hefur mikil áhrif á brennsluna. Hægt er að kaupa hana í hylkjaformi til nota sem aðstoð við að léttast. Auk þess að hjálpa til við að draga úr hlutfalli fitu í líkamanum hafa rannsóknir sýnt fram á að línólsýran vinni gegn myndun krabbameins.

6. Smjör er síður talið tengjast hættu á offitu

Oftar en ekki mæla heilbrigðisyfirvöld með því að við neytum frekar fitusnauðra mjólkurvara, þannig að við fáum allt það kalk sem við þörfnumst, á sama tíma og við sneiðum hjá óæskilegum hitaeiningum. En þetta er ekki alls kostar rétt en ekki hefur enn verið hægt að sýna fram á bein tengsl fitumeiri mjólkurvara og sjúkdóma á borð við offitu, hjarta- og æðasjúkdóma o.s.frv.

7. Smjör er dásamlegt 

Þá er smjörið bara svo got… sem út af fyrir sig ætti strangt til tekið að nægja.

www.smartland.is  11.04.2013

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-