fbpx
-Auglýsing-

Gáttatif í hjarta tengist minnisskerðingu

hjartavernd3Vísindamenn Landspítala – háskólasjúkrahúss og Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar hafa birt vísindagrein í vísindatímaritinu Stroke, sem leiðir í ljós að tengsl eru á milli hjartasjúkdómsins gáttatifs, minnkaðs heilarúmmáls og minnisskerðingar.

Rannsóknin, sem hefur vakið athygli, sýnir að þessi tengsl eru óháð því hvort viðkomandi hafi fengið heilablóðfall með heiladrepi.

Í rannsókninni var skoðaður 4.251 þátttakandi í öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Meðalaldur þeirra var 76 ár. Vilmundur Guðnason, prófessor og forstöðulæknir Hjartaverndar, stóð fyrir rannsókninni ásamt Davíð O. Arnar hjartasérfræðingi.

Í ljós kom að þátttakendur með gáttatif höfðu minni heilavef í samanburði við þá sem ekki höfðu gáttatif. Sambandið var sterkara eftir því sem byrði hjartsláttaróreglunnar var meiri og því lengra sem liðið var frá því að gáttatif greindist fyrst.

- Auglýsing-

Gríðarlegur kostnaður
Gáttatif er hjartsláttartruflun sem stafar af truflunum á rafboðum frá efri hólfum hjartans og er heilablóðfall alvarlegasti fylgikvilli þess. Vilmundur segir að afleiðingarnar sem í ljós koma í þessari rannsókn megi orða sem svo að hjartað nái ekki að dæla nægilega miklu blóði upp í heilann, sem veldur súrefnisskorti.

Niðurstöðurnar þykja ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að önnur íslensk rannsókn eftir sömu höfunda sem birt var árið 2011 spáir líklegum faraldri þessa sjúkdóms. Gríðarlegur kostnaður fylgir honum, bæði vegna innlagna á sjúkrahús og kostnaðar á lyfjum, en áætlað er að rúmlega 1% kostnaðar í heilbrigðiskerfum vestrænna þjóða sé tilkomið vegna gáttatifs og fylgikvilla þess.

Vilmundur segir niðurstöðurnar auka enn frekar mikilvægi þess að meðhöndla gáttatif því í stórum hluta tilfella sé hægt að endurheimta eðlilegan hjartsláttartakt, s.s. með lyfjum.

omfr@mbl.is

Morgunblaðið 14.03.2013 

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-