fbpx
-Auglýsing-

Vilja díklófenak-lyf af markaði

915933 color pillsTaka ætti verkjalyfið díklófenak af markaði, að mati vísindamanna sem hafa birt rannsókn um notkun bólgueyðandi lyfja.

Díklófenak-lyfið Voltaren er með algengustu verkjalyfjum á Íslandi en samkvæmt rannsókninni ber notkun díklófenaks með sér álíka hættu á hjartaáfalli og af lyfinu Vioxx sem var tekið af markaði árið 2004.

Díklófenak er meðal annars notað við gigtverkjum, höfuðverk og tíðaverkjum. Það er selt á Íslandi meðal annars undir heitunum Voltaren og Vóstar. Það tilheyrir svokölluðum NSAID-lyfjum sem eru bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar. Önnur slík lyf eru til dæmis naproxen – og íbúprófen eða íbúfen. Voltaren var þriðja mest selda verkjalyfið á Íslandi í dagskömmtum talið árið 2011, á eftir Íbúfeni og Paratabs. Rannsóknir gefa til kynna að notkun díklófenaks auki hættuna á að fá hjartaáfall álíka mikið og lyfið Vioxx sem var tekið af markaði árið 2004.

Samkvæmt rannsókn sem birtist í fræðiritinu PLOS Medicine, og breska ríkisútvarpið fjallar um, er díklófenak meira notað á heimsvísu en sambærileg lyf eins og íbúprófen og naproxen, þótt díklófenak hafi í för með sér meiri hættu á hjartaáföllum. Rannsóknin náði til fimmtán landa. Vísindamennirnir telja að niðurstöðurnar gefi tilefni til að taka lyfið af markaði um allan heim.

- Auglýsing-

Fram kom í fréttum RÚV í fyrra að Íslendingar notuðu díklófenak-lyf meira en aðrar Norðurlandaþjóðir. Gunnar Gíslason, sérfræðingur í hjartasjúkdómum í Kaupmannahöfn, hefur rannsakað díklófenak lengi og einnig talað fyrir því að það verði tekið af markaði.

Lyfjastofnun Evrópu rannsakar nú aukaverkanir díklófenaks. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að nýjustu rannsóknir styðji þá kenningu að notkun díklófenak-lyfja hafi í för með sér aukna hættu á hjartaáföllum. Tekið er fram að vísbendingar séu um að þessi aukna hætta sé þó fremur lítil.

www.ruv.is 17.02.2012

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-