-Auglýsing-

Viljaspor

viljaspor orginalStofnað hefur verið félagið Viljaspor sem hefur það á stefnuskrá sinni að vera upplýsingaveita og stuðningur fyrir fólk og aðstandendur þeirra sem telja sig hafa lent í atviki eða óhappatilviki innan heilbrigðisstofnunar. Margt af þessu fólki hefur hug á því að kanna rétt sinn og fá að vita hverskonar ferli það er sem tekur við, þar getum við miðlað af okkar reynslu. Félagið hyggst ekki taka að sér að reka einstök mál en eins og áður sagði miðla af reynslu sinni af því að fara í gegnum slíkt ferli.

Félagið hefur auk þess á stefnuskrá sinni að veita þessum fjölskyldum stuðning með því að setja á fót stuðningshópa fyrir þá sem það vilja þiggja eða þurfa á að halda. Félagið hefur það einnig að markmiði sínu að starfa að og stuðla að yfirvegaðri umræðu um málefnið.

Samtökin eru stofnuð í kjölfar þess að töluvert hefur verið rætt og ritað um óhappatilvik og ferli slíkra mála á síðustu vikum og af því tilefni  hittist hópur fólks sem ræddi þessi mál til að fá frekar innsýn.
Niðurstaða þeirra samræðna leiddi í ljós að margir hafa eytt löngum tíma, jafnvel árum og áratugum í að fá botn í mál sem annaðhvort þeir einstaklingar sjálfir, börn þeirra eða aðstandendur hafa lent í.

Það gefur auga leið að engin á að þurfa að standa í slíkri baráttu í svo langan tíma og bendir það til að brotalamir séu í kerfinu varðandi framgang slíkra mála og jafnvel að viðbrögð einstakra stofnanna eða kerfisins í heild séu óviðunandi.

Það liggur fyrir að margir einstaklingar eru þeirrar skoðunar að kerfið sé afar óvinveitt þolendum þegar slík atvik koma upp og er það miður. Einnig liggur fyrir að mjög mjög erfitt er að koma málum í gegnum kerfið, margir gefast upp eða mál fyrnast og fá þar með ekki ekki niðurstöðu í sín mál.
Við gerum okkur ljóst að þessi mál eru misalvarleg eins og þau eru mörg og einmitt þess vegna er mikilvægt að þessi mál fái góðan framgang í kerfinu og fólk geti haldið áfram sínu lífi og sett þessa hluti aftur fyrir sig.

Stofnfélagar Viljaspors voru þrjátíu og fimm og á fundinum var kosinn fimm manna stjórn. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfang félagsins viljaspor@gmail.com
Það er von okkar sem stöndum að samtökunum Viljaspor að landsmenn taki vel undir í umræðunni og við erum sannfærð um að það sé vilji fólks og kerfisins að taka spor í þá átt að gera þessu fólki sem lendir í slíku atviki lífið léttbærara. Einkunnarorð samtakanna Viljaspor eru Traust – virðing – réttlæti.

- Auglýsing-

Reykjavík 21.01.2013

Stjórn Viljaspors.

Auðbjörg Reynisdóttir formaður
Björn Ófeigsson varaformaður
Margrét Agnarsdóttir gjaldkeri
Sigurbjörg Marteinsdóttir ritari
Páll Sverrisson meðstjórnandi

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-