-Auglýsing-

100 þúsund manns á bráðamóttökuna

GERT er ráð fyrir því að um 100 þúsund manns, sem svarar til tæplega þriðjungs þjóðarinnar, komi á ári í sameinaða bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Til þess að gera sameiningu tveggja stærstu bráðadeilda spítalans mögulega var byggt hús fyrir móttöku sjúklinga í Fossvogi og eldra húsnæðið endurbætt. Deildirnar sameinuðust í gær.

„Markmiðið er að einfalda aðkomu sjúklinga að sjúkrahúsinu, tryggja rétta móttöku þeirra og auka skilvirkni til að stytta biðtíma á bráðamóttöku. Þá er tilgangurinn að bæta aðstöðu fyrir sjúklinga sem ekki hefur verið vanþörf á og minnka kostnað,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs Landspítala.

-Auglýsing-

Tvískipt bráðadeild

Bráðamóttökunni er ætlað að þjóna sjúklingum með bráð veikindi og slys. Allir sjúklingar koma um nýjan aðgang að bráðadeild G2 sem er í viðbyggingu við húsnæði gömlu slysadeildarinnar. Þar eru sjúklingar flokkaðir eftir því hversu alvarleg veikindin eru. Bráðadeildin er opin allan sólarhringinn. Þeim sem ekki þurfa þjónustu samstundis er vísað á bráða- og göngudeild á G3 á annarri hæð hússins en hún er lokuð á nóttunni. Endurkoman er einnig þar.

- Auglýsing-

Hjartaþræðingartæki LSH verður í hjartamiðstöð í húsnæði gömlu bráðamóttökunnar við Hringbraut. Guðlaug segir að þar verði dag- og göngudeildarþjónusta efld. Hjartamiðstöðin er lokuð um helgar.

Morgunblaðið 09.04.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-