Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur flytur fyrirlestur um líðan maka þeirra sem glíma við langvinn veikindi. Fyrirlesturinn verður haldinn í SÍBS-húsinu við Síðumúla 6, 2.h. í dag mánudaginn 22. september kl. 17-18.
Líðan maka þeirra sem glíma við langvinn veikindi er eitthvað sem ekki hefur hlotið næga athygli í gegnum árin. Það er sama hvort um er að ræða hjarta og æðasjúkdóma eða aðra langvinna sjúkdoma, málefnið er mjög mikilvægt.
Þess má geta að Mjöll hefur skrifað mikið um þessi mál hér á hjartalif.is og miðað við vinsældir pistlanna þá er mikil þörf fyrir fyrirlestur af þessu tagi.
Fræðslufundurinn er haldinn á vegum Félagsráðs SÍBS og er öllum opinn. Kaffiveitingar.
Auglýsing