-Auglýsing-

Skál af hafragraut getur hugsanlega minnkað líkur á að deyja úr hjartaáfalli um allt að 9%

Hafragrautur
Hafragrautur

Hafragrauturinn hefur lengi verið vinsæll hér á landi og kosturinn við hann er sá að mjög auðveldlega er hægt að breyta honum í dýrindis dásemd með því að bæta út í hann ferskum ávöxtum, berjum eða öðru góðgæti. Svo er einfalt og fljótlegt að búa hann til auk þess sem nú hefur komið fram rannsókn sem Ríkisútvarpið segir frá á vef sínum sem er ansi athyglisverð eins og fyrirsögn greinarinnar ber með sér.

Lítil hafragrautarskál hvern dag gæti verið lykillinn að lengra og heilbrigðara lífi. Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar vísindamanna við Harvard háskóla benda til þess að grautarát dragi úr hættu á að fólk deyi úr hjartasjúkdómum.

Þeir sem borða disk af hafragraut daglega, eða graut þar sem notuð eru hýðishrísgrjón eða maís, verja hjartað gegn sjúkdómum. Þetta eru  niðurstöður rannsóknar vísindamanna sem fylgdust með mataræði og heilsu 100 þúsund manna í 14 ár.

Í ljós kom að þeir sem borðuðu mest af heilkornafæði , m.a. hafragraut og grauta úr hýðishrísgrjónum virtust halda heilbrigði og verjast sjúkdómum betur en aðrir, aðallega hjartasjúkdómum. Vísindamennirnir komust að því að fyrir hver 28 grömm af heilkornum, samsvarandi lítilli grautarskál á dag, minnkar hættan á að viðkomandi deyi um fimm prósent og hætta á að deyja úr hjartaslagi minnkar um níu prósent.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að heilkornafæði getur m.a. styrkt bein, lækkað blóðþrýsting, eflt heilbrigðar magabakteríur  og dregið úr hættu á sykursýki. Þá hefur sýnt sig að trefjar sem finnast í haframjöli og byggi og kallast betaglúkan lækka kólesteról og verja hjartað fyrir sjúkdómum.

Ennfremur er mælt með heilkornafæði þar sem það innihaldi mikið af sínki, kopar, mangan og járni og auki andoxunarefni í líkamanum. Þá sýna niðurstöður rannsókna á 10 þúsund börnum að þau sem borða hafragraut eða haframjöl hvern dag draga úr hættu á offitu um helming miðað við þau sem ekki borða hafragraut.

- Auglýsing-

Vísindamennirnir við Harvard háskólann segja að að ef fleiri færu að borða hafragraut og meira af heilkornafæði mætti bjarga þúsunum mannslífa ár hvert.

Það er fréttavefur ruv.is sem greinir frá þessu.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-