-Auglýsing-

Lyfjaskil – taktu til !

Lyfjaskil – taktu til!

Lyfjastofnun hefur hrint af stað átaksverkefni undir heitinu Lyfjaskil – taktu til! sem miðar að því að auka öryggi í kringum geymslu lyfja á íslenskum heimilum og efla skil á ónotuðum og fyrndum lyfjum til eyðingar í apótek. Hér er á ferðinni mikið þjóðþrifamál og skorum við á lesendur hjartalif.is að leggja sitt að mörkum og fara yfir þessi mál á heimilinu. 

Lyfjum á ekki að henda í rusl, vask eða klósett. Apótekum á Íslandi ber samkvæmt lögum að taka við lyfjum til eyðingar frá almenningi. Losaðu þig aldrei við lyf á annan hátt.

Samkvæmt niðurstöðu könnunar sem framkvæmd var fyrir Lyfjastofnun kemur fram að geymslu lyfja á íslenskum heimilum er víða ábótavant og að hvetja þurfi almenning til að skila fyrndum lyfjum til eyðingar og fræða um örugga geymslu lyfja á heimilum.

Niðurstöðurnar sýna að einungis tæp 7% aðspurðra geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp. Niðurstöður sömu könnunnar sýna að um þriðjungur svarenda geymir lyf heimilisins ekki á öruggan hátt þ.e. í lyfjaskáp (læstum eða ólæstum).

Þá sýna niðurstöður sömu könnunar að um þriðjungur svarenda hendir lyfjum í rusl, vask eða klósett og 13% losar sig aldrei við lyf.
Þrátt fyrir að tæp 70% telji sig vita hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf eru einungis 57,5% sem nýta sér þann möguleika.

Fyrirspurnum vegna eitranatilvika fækkar ekki
Á árinu 2015 voru skráðar 841 fyrirspurn vegna eitranatilvika hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans og hefur fjöldi þeirra sem leita til Landspítala vegna eitrana staðið í stað undanfarin ár. Flestar fyrirspurnir eru vegna lyfjaeitrana. Á árinu 2015 varðaði um fjórðungur fyrirspurna vegna lyfjaeitrana börn 6 ára og yngri.

- Auglýsing-

Yngra fólk hendir lyfjum frekar í rusl, vask eða klósett
55 ára og eldri einstaklingar, stærsti notendahópur lyfja, er duglegastur að skila lyfjum til eyðingar í apótek. Rúmlega 70% þeirra segjast skila lyfjum til eyðingar í apótek. Sami hópur hendir lyfjum síður í rusl, vask eða klósett eða um 18% aðspurðra.
Þeir sem henda lyfjum oftast í rusl, vask eða klósett eru einstaklingar á aldrinum 25-34 ára en rúmlega helmingur þeirra segist henda lyfjum í rusl, vask eða klósett. Ef hópurinn sem segist henda lyfjum í rusl, vask eða klósett er greindur eftir fjölskyldugerð kemur í ljós að stærsti hópurinn þar, eða tæp 40%, býr á heimili þar sem býr fullorðið fólk ásamt einu til tveimur börnum.

Vertu með og leggðu þitt af mörkum!

Taktu til í lyfjum heimilisins, skilaðu til eyðingar í apótek og/eða sýndu hvernig þú geymir lyf á öruggan hátt og myndaðu það*. Merktu myndirnar þínar með #Lyfjaskil og taktu þannig þátt í leik okkar. Við drögum út vinningshafa á hverjum degi dagana 2.-10. mars.

*Fjarlægið persónugreinanlegar upplýsingar af umbúðum áður en lyfjum er skilað í apótek. Ekki er skylt að sjáist í nafn lyfs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-