-Auglýsing-

Læknar sérhæfðir í hjartaþræðingum segja upp störfum

Mynd/ Eydís Eyjólfsdóttir
Mynd/ Eydís Eyjólfsdóttir

Flestir hjartalæknar á Landspítalanum sem sérhæfa sig í hjartaþræðingum hafa sagt upp. Ef þeir hætta er ekki hægt að halda uppi bráðastarfsemi, segir framkvæmdastjóri lyflækningasviðs. Samningafundur í deilu ríkisins og Læknafélagsins stendur yfir hjá ríkissáttasemjara.

Starfsemi Landspítalans á öðrum degi verkfalls gengur eðlilega eftir atvikum. Margir læknar hafa sagt upp á spítalanum. Nákvæm tala liggur ekki fyrir en ætla má að þeir séu á annan tug. Þeirra á meðal þrír svæfingalæknar, fjórir meltingarlæknar, einn blóðmeinalæknir, einn taugalæknir og nú síðast fimm hjartalæknar.

„Þessir fimm sem hafa sagt upp gegna mjög mikilvægum störfum á deildinni,“ segir Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Landspítalans. „Meðal annars hjartaþræðingum og svokölluðum brennsluaðgerðum á hjarta. Þannig að þetta eru mjög sérhæfðir læknar og sérgreinin má alls ekkert við því að missa þá.“

Ástæða uppsagnanna eru kjör og aðbúnaður segir Hlíf. Samtals eru 22 hjartalæknar á Landspítalanum í þrettán stöðugildum en fáir þeirra sérhæfa sig í hjartaþræðingum. Sá sem sinnir brennsluaðgerðum sagði upp fyrir jól en tveir hjartaþræðingarlæknar fyrir áramót og tveir nú eftir áramót. Uppsagnarfrestur er þrír mánuðir. „Ef að þessir læknar hverfa frá störfum á Landspítalanum að þá er ekki hægt að halda uppi þessari bráðastarfsemi varðandi hjartaþræðingar,“ segir Hlíf.

Fréttina í heild sinni má sjá á vef ruv.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-