-Auglýsing-

Göngudeild hjartabilunar flytur sig um set

Þau gleðilegu tíðindi áttu sér stað í liðinni viku að formlega var Göngudeild hjartabilunar opnuð á nýjum stað. Deildin hefur til þessa verið staðsett í kjallaranum á Hringbrautinni en er nú flutt upp á fjórðu hæð þar sem hún er staðsett beint fyrir framan hjartadeildina.

Það er einnig gleðiefni að göngudeild kransæðasjúklinga sem verið hefur með starfsemi í Mjóddinni undanfarinn ár, er aftur flutt á sama stað og er óhætt að segja að nýja staðsetningin breyti aðstöðu sjúklinga og starfsfólks mikið.

Mikilvægi göngudeildar.

Ég hef sjálfur sótt þjónustu deildarinnar frá árinu 2003 með hléum og er á þeirri skoðun að starfsemi göngudeildarinnar hafa komið í veg fyrir allnokkrar innlagnir á sjúkrahús í mínu tilfelli og hjálpað mér mikið í glímunni við hjartabilunina.
Á þessum árum hefur deildinni vaxið fiskur um hrygg og er afar gleðilegt að sjá þessa starfsemi blómstra innan veggja spítalans.

Reynslan úti í hinum stóra heimi er sú að öflugar göngudeildir geta nánast unnið kraftaverk Í meðferð sjúklinga með hjartabilun og ekki leikur vafi á að göngudeildin við Hringbraut er í þeim flokki.

Það þarf ekki að dvelja lengi á deildinni til að finna elskulegheitin í starfsfólki sem er boðið og búið til að hjálpa og leiðbeina sjúklingum í sinni baráttu og skiptir þá sköpum að hafa gott aðgengi að deildinni. Inga S Þráinsdóttir hjartalæknir er þar í hlutastarfi og Guðbjörg J. Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur er verkefnastjóri deildarinnar.

- Auglýsing-

Það er von mín að stjórnendur Landspítala leggi metnað sinn í að hlú að göngudeildarþjónustu á spítalanum því það er bjargföst trú mín að með öflugri göngudeildarþjónustu létti sú starfsemi mikið undir með þeim deildum sem að henni snúa.

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá opnun deildarinnar.

Björn Ófeigsson

Davíð O Arnar Yifrlæknir og Karl Andersen Yfirlæknir.
Davíð O Arnar Yifrlæknir og Karl Andersen Yfirlæknir.
Starfsmenn göngudeildar, hjartagáttar og hjartadeildar
Starfsmenn göngudeildar, hjartagáttar og hjartadeildar
2016-03-10 14.15.31
Karl Andersen leggur línurnar
Fjöldi gesta mætti við opnunina.
Fjöldi gesta mætti við opnunina.

 

Karl Andersen Yfirlæknir hjartagáttar flytur tölu.
Karl Andersen Yfirlæknir hjartagáttar flytur tölu.

 

Kökurnar voru afbragðsgóðar.
Kökurnar voru afbragðsgóðar.
Guðbjörg verkefnastjóri brosandi að vanda
Guðbjörg verkefnastjóri brosandi að vanda
Göngudeild hjartabilunar 14 F
Göngudeild hjartabilunar 14 F
Vinnuaðstaðan gjörbreytt
Vinnuaðstaðan gjörbreytt
Skoðunarherbergi
Skoðunarherbergi
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-