-Auglýsing-

Fróðleiksmoli: Hvað er svona hollt við…..

Ávextir og grænmeti eru sérlega hjartavænt fóður

Það er aldrei nógsamlega oft minnt á mikilvægi þess að neyta ávaxta og grænmetis með mat eða sem millibita. Þetta eru alltaf góðir kostir og hafa mikil og jákvæð áhrif á heilufar okkar auk þess að vera sérlega hjartavæn og stútfull af bætiefnum sem eru okkur lífsnauðsynleg. Hér að neðan förum við stuttlega yfir nokkrar tegundir og hvað þær gera fyrir okkur.

Spergilkál
Frábær uppspretta af andoxunarefninu lipoic sýru. Einnig ríkt af fleiri andoxunarefnum eins og annað dökkt grænmeti. Einnig ríkt af C og E vítamíni

Gulrætur
Ein besta uppspretta af beta-karótíni sem er mikilvægt fyrir sjón okkar. Gulrætur eru einnig ríkar af andoxunarefnum.
Tómatar
Eru ríkir af vítamínum, sérstaklega A og C og einnig ríkir af kalki og trefjum.
Þeir innihalda líka mikið magn af andoxunarefninu licopene sem. Neysla á því minnkar líkurnar á krabbameini, hjartasjúkdómum og viðheldur beinþéttni líkamans samkvæmt nýjustu rannsóknum. Inniheldur líka lipoic sýru, eins og brokkólí, sem er góð fyrir heilann.
Sellerí
Inniheldur 3-n butyl phtalide sem er æðaútvíkkandi efni og er það einnig þekkt fyrir að lækka stresshormónið catacholamine. Inniheldur einnig apigenin sem getur lækkað háan blóðþrýsting. Hefur einnig bólgueyðandi eiginleika og er vatnslosandi. Sellerí er einnig ríkt af kalíum og C vítamíni. Það er kólesteról frítt og er lágt í natríum. Sellerí inniheldur einnig A vítamín, kalk og prótein.
Agúrka
Eru taldar vera upprunalega frá Indlandi og til eru heimildir um notkun þess fyrir 3000 árum. Þær innihalda A og C vítamin og eru einnig ríkar af kalki og kalíum. Hollar og mjög hitaeiningasnauðar.
Epli
Inniheldur andoxunarefnin catechins og quercetin. Neysla þeirra minnkar líkur á hjartasjúkdómum og krabbameinum. Þessi efni hvetja einnig til collagenmyndunar sem fær húð okkar til að líta betur út. Epli eru einnig rík af pectin sem hjálpar til við að minnka kólesteról.
Lárpera (avocado)
Inniheldur amínósýruna glutathione sem hjálpar okkur í baráttunni við liðagigt (RA) og við parkinson sjúkdóminn. Ver okkur einnig gegn hjartasjúkdómum og krabbameinum. Lárperan er einnig rík af E, K og B vítamínum. Hún inniheldur mikið magn af einómettuðum fitusýrum (hollri fitu). Ein lárpera inniheldur um 25% af ráðlögðum dagskammti af mettuðum fitusýrum. Þrátt fyrir að bananinn sé þekktur fyrir að innihalda mikið magn af kalíum þá hefur lárperan um 60% meira magn af því en hann!
Banani

Inniheldur mikið magn af kalíum sem dregur úr kalsíumtapi úr beinum. Það getur líkað hjálpað til við að lækka blóðþrýsing og minnkar einnig bjúgmyndun í líkamanum.

Heimild: islenskt.is

Höf: Alma María Rögnvaldsdóttir

Hjúkrunarfræðingur
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-