-Auglýsing-

Gáttatif, orsakir og einkenni

Gáttatif
Talið er að mikil fjölgun verði á tíðni Gáttatifs á næstu áratugum.

Gáttatif er vaxandi vandamál og gert er ráð fyrir fjölgun tilfella hér á landi á næstu árum. Það eru margir sem þekkja hjartsláttaróreglu eða ónot og sumir lifa með slíkum ónotum í mörg ár.

Stundum er um að ræða aukaslög sem eru yfirleitt saklaus á meðan aðrar hjartsláttartruflanir geta verið afar hvimleiðar og sumar þeirra geta jafnvel verið lífshættulegar. Ein af þeim algengari er gáttatif og hér er myndskeið frá Íslenskri Erfðargreiningu þar sem Davíð O. Arnar yfirlæknir hjartadeildar LSH fjallar um málið.

Gáttatif (atrial fibrillation) er mjög algeng hjartsláttartruflun og talið er að aukning verði á tilfellum gáttatifs í framtíðinni og því er ekki úr vegi að fræðast nánar um þetta fyrirbæri. Í stuttu máli lýsir gáttatif sér þannig að mjög tilviljanakennd rafboð fara þá um gáttir hjartans og keppa um leiðni gegnum AV-hnútinn. Þetta veldur því að hjartsláttur verður mjög óreglulegur og oftast hraður.

Í gáttatifi hefjast rafboð ekki í sínus hnútnum, heldur berast tíð, óregluleg rafboð frá mismunandi stöðum í gáttinni. Aðeins hluti boðanna frá gáttunum berast yfir til slegla og framkalla samdrátt og því verður púlsinn óreglulegur og dælugeta hjartans skerðist . Gáttatifið sjálft er ekki hættulegt en getur valdið alvarlegum fylgikvillum. Gáttatif veldur því að sleglar hjartans slá of hratt og til lengri tíma getur það hugsanlega veikt hjartavöðvann. Við skerta dælugetu hjartans er hætta á myndun blóðsega í efri hólfum hjartans. Áhætta á blóðsegamyndun er breytileg eftir sjúklingum. Gert er mat á áhættunni hjá hverjum og einum og þá er stuðst við sérstök skilmerki. Blóðsegar sem myndast í hjartanu við gáttatif geta losnað og valdið heilaáfalli sem er alvarlegasti fylgikvilli gáttatifs. Gáttatif getur ýmist komið í köstum eða verið viðvarandi.

Davíð O. Arnar yfirlæknir á Landspítalanum hefur rannsakað fyrirbærið mikið í samstarfi við Íslenska Erfðargreiningu. Hér fyrir neðan er myndband þar sem Davíð fer yfir helstu orsakir og einkenni gáttatifs.

- Auglýsing-

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-